Bubba táraðist eftir sigurinn og þakkaði móður sinni fyrir allt | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2018 08:00 Bubba Watson með sigurlaunin. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á WCG-heimsmótinu í holukeppni á PGA-mótaröðinni í gærkvöldi. Hann valtaði yfir Kevin Kisner í úrslitaleiknum, 7-6, og vann sitt ellefta mót á mótaröðinni og heimsbikarinn í holukeppni í annað sinn. Bubba Watson er ekkert þekktur fyrir að leyna tilfinningum sínum og gekk hann grátandi af gleði til móður sinnar sem faðmaði strákinn og sagði við hann nokkur falleg orð. „Ég byrjaði vel í dag og ég er bara svo einbeittur að golfinu núna. Ég var að faðma mömmu mína og hún sagði að ég hefði staðið mig vel en ég lét hana vita að án hennar væri ég ekkert. Ég veit ekki hvar ég væri án móður minnar.“ sagði Bubba í viðtali að loknum sigurhringum. Með sigrinum komst Bubba í fámennan hóp goðsagnakenndra kylfinga sem hafa unnið þetta mót oftar en einu sinni. Á listanum eru þeir Tiger Woods, Phil Mickelson, Ernie Els og Rory McIlroy. „Maður hugsar ekkert um svona lista. Maður hugsar bara um titla og að reyna að vinna eitthvað,“ sagði Bubba Watson. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á WCG-heimsmótinu í holukeppni á PGA-mótaröðinni í gærkvöldi. Hann valtaði yfir Kevin Kisner í úrslitaleiknum, 7-6, og vann sitt ellefta mót á mótaröðinni og heimsbikarinn í holukeppni í annað sinn. Bubba Watson er ekkert þekktur fyrir að leyna tilfinningum sínum og gekk hann grátandi af gleði til móður sinnar sem faðmaði strákinn og sagði við hann nokkur falleg orð. „Ég byrjaði vel í dag og ég er bara svo einbeittur að golfinu núna. Ég var að faðma mömmu mína og hún sagði að ég hefði staðið mig vel en ég lét hana vita að án hennar væri ég ekkert. Ég veit ekki hvar ég væri án móður minnar.“ sagði Bubba í viðtali að loknum sigurhringum. Með sigrinum komst Bubba í fámennan hóp goðsagnakenndra kylfinga sem hafa unnið þetta mót oftar en einu sinni. Á listanum eru þeir Tiger Woods, Phil Mickelson, Ernie Els og Rory McIlroy. „Maður hugsar ekkert um svona lista. Maður hugsar bara um titla og að reyna að vinna eitthvað,“ sagði Bubba Watson.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira