Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:49 Gangnam Style tröllreið öllu árið 2012 og gerði Psy að ofurstjörnu. Vísir/Getty Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu særðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu særðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu særðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu særðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent