Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Bocciaheimurinn á Akureyri klofnaði vegna málsins. „Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
„Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00