Enski boltinn

Carvalhal: Jose elskar rifrildi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Carlos Carvalhal er ekki mikið fyrir deilur
Carlos Carvalhal er ekki mikið fyrir deilur
Knattspyrnustjóri Swansea, Carlos Carvalhal, segir kollega sinn hjá Manchester United lifa á því að rífast við fólk.

Portúgalirnir tveir mætast þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir landsleikjahlé um næstu helgi.

Carvalhal lærði af Mourinho þegar hann var hjá Chelsea. Hann segir þá vera að hluta til líka, en landi hans sé meira fyrir deilur en hann sjálfur.

„Mér líkar við Mourinho og hann veit það. Ég lærði af honum, var viku hjá Manchester United þegar Sir Alex Ferguson var þar og viku hjá Chelsea undir Mourinho.“

„Ég reyndi að læra af þeim bestu. Hann er mjög sjálfsöruggur, eins og ég. Þú þarft það í þessu starfi. En persónuleiki hans er alveg andstæður mínum.“

„Honum finnst gaman að rífast við fólk. Og hann er góður í því. Ég reyni að halda mig eins langt frá rifrildum og ég get,“ sagði Carlos Carvalhal.

Swansea sækir Manchester United heim á Old Trafford laugardaginn 31. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×