Lars Lagerbäck: Ég er pirraður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 12:30 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Lars Lagerbäck er kominn til Tirana í Albaníu þar sem hann stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í undankeppni HM 2014 fyrir rúmum fimm árum. Að þessu sinni er hann mættur með norska landsliðið sitt í vináttulandsleik. Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Albaníu í umræddum leik þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin. Í þessum leik var líka eini „skandallinn“ í þjálfaratíð Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið en hann ákvað þá að taka ekki fyrirliðabandið af Aroni Einari Gunnarssyni þrátt fyrir ljót orð hans um albönsku þjóðina. Norska landsliðið vann 4-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik á dögunum en er nú komin á útivöll þar sem lítið hefur gengið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu. Norðmenn hafa aðeins unnið einn af fimm útileikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og sá sigur kom á móti San Marinó sem telst seint til mikilla afreka. Leikirnir á móti Norður-Írlandi, Þýskalandi, Makedóníu og Slóvakíu hafa allir tapast. „Ég vil aldrei tala um heppni eða óheppni. Við höfum ekki náð góðum úrslitum í þessum útileikjum af því að við höfum ekki spilað nægilega vel,“ sagði Lars Lagerbäck. „Ég held að þetta sé að stórum hluta andlegt. Við erum með tölfræðina og hún segir sína sögu. Ég hef sagt það í mörg ár að ég er orðinn pirraður á því að vera að spila verr á útivelli en á heimavelli. Eina ástæðan sem ég finn er að þetta sé bara í hausnum á mönnum,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet segir frá. Noregur og Albanía eru hlið við hlið á FIFA-listanum en Norðmenn eru sæti ofar. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur gengur hjá strákunum hans Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Lars Lagerbäck er kominn til Tirana í Albaníu þar sem hann stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í undankeppni HM 2014 fyrir rúmum fimm árum. Að þessu sinni er hann mættur með norska landsliðið sitt í vináttulandsleik. Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Albaníu í umræddum leik þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin. Í þessum leik var líka eini „skandallinn“ í þjálfaratíð Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið en hann ákvað þá að taka ekki fyrirliðabandið af Aroni Einari Gunnarssyni þrátt fyrir ljót orð hans um albönsku þjóðina. Norska landsliðið vann 4-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik á dögunum en er nú komin á útivöll þar sem lítið hefur gengið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu. Norðmenn hafa aðeins unnið einn af fimm útileikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og sá sigur kom á móti San Marinó sem telst seint til mikilla afreka. Leikirnir á móti Norður-Írlandi, Þýskalandi, Makedóníu og Slóvakíu hafa allir tapast. „Ég vil aldrei tala um heppni eða óheppni. Við höfum ekki náð góðum úrslitum í þessum útileikjum af því að við höfum ekki spilað nægilega vel,“ sagði Lars Lagerbäck. „Ég held að þetta sé að stórum hluta andlegt. Við erum með tölfræðina og hún segir sína sögu. Ég hef sagt það í mörg ár að ég er orðinn pirraður á því að vera að spila verr á útivelli en á heimavelli. Eina ástæðan sem ég finn er að þetta sé bara í hausnum á mönnum,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet segir frá. Noregur og Albanía eru hlið við hlið á FIFA-listanum en Norðmenn eru sæti ofar. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur gengur hjá strákunum hans Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira