Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 10:30 Kona heldur á riffli við athöfnina í Pennsylvaníu í gær. Vísir/AFP Athöfn, sem haldin var á vegum umdeilds söfnuðar í Bandaríkjunum, hefur vakið mikla athygli eftir að myndir frá henni voru birtar í gær. Um er að ræða svokallaða „skuldbindingarathöfn“, hálfgert fjöldabrúðkaup, þar sem pör staðfestu tryggð sína hvort við annað og viðstaddir tilbáðu hríðskotariffla. Leiðtogi söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary er Hyung Jin Moon, og stjórnaði hann athöfninni sem haldin var í Pennsylvaníu-ríki í gær. Moon er sonur hins kóreska Sun Myung Moon sem stofnaði Unification Church árið 1954. Er söfnuður sonarins stofnaður út frá Unification Church samkvæmt frétt AP um málið en Unification Church tengdist ekki viðburðinum í gær. Fjöldi fólks mætti með riffla á athöfnina í gær.Vísir/AFPPör innan safnaðarins voru hvött til þess að mæta með vopn sín við staðfestingarathöfnina í gær. Þá settu sumir upp kórónur búnar til úr skothylkjum. Skólum í nágrenni athafnarinnar var lokað í gær og safnaðist auk þess nokkur fjöldi mótmælenda saman fyrir utan húsnæði söfnuðarins. Rifflarnir eru af sömu gerð og árásarmaðurinn notaðist við í skotárásinni í Flórída í febrúar. Sautján létust í árásinni og hafa nemendur Marjory Stoneman Douglas-skólans, þar sem árásin var framin, barist ötullega fyrir hertri byssulöggjöf síðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í fyrri útgáfu hennar var ekki farið rétt með um hvaða söfnuð í Bandaríkjunum væri að ræða. Vísir/AFPVísir/AFP Bandaríkin Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Vopnaður kennari handtekinn í Bandaríkjunum Lögregla í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið kennara sem hleypti af byssu í kennslustofu. 28. febrúar 2018 22:40 Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Sjá meira
Athöfn, sem haldin var á vegum umdeilds söfnuðar í Bandaríkjunum, hefur vakið mikla athygli eftir að myndir frá henni voru birtar í gær. Um er að ræða svokallaða „skuldbindingarathöfn“, hálfgert fjöldabrúðkaup, þar sem pör staðfestu tryggð sína hvort við annað og viðstaddir tilbáðu hríðskotariffla. Leiðtogi söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary er Hyung Jin Moon, og stjórnaði hann athöfninni sem haldin var í Pennsylvaníu-ríki í gær. Moon er sonur hins kóreska Sun Myung Moon sem stofnaði Unification Church árið 1954. Er söfnuður sonarins stofnaður út frá Unification Church samkvæmt frétt AP um málið en Unification Church tengdist ekki viðburðinum í gær. Fjöldi fólks mætti með riffla á athöfnina í gær.Vísir/AFPPör innan safnaðarins voru hvött til þess að mæta með vopn sín við staðfestingarathöfnina í gær. Þá settu sumir upp kórónur búnar til úr skothylkjum. Skólum í nágrenni athafnarinnar var lokað í gær og safnaðist auk þess nokkur fjöldi mótmælenda saman fyrir utan húsnæði söfnuðarins. Rifflarnir eru af sömu gerð og árásarmaðurinn notaðist við í skotárásinni í Flórída í febrúar. Sautján létust í árásinni og hafa nemendur Marjory Stoneman Douglas-skólans, þar sem árásin var framin, barist ötullega fyrir hertri byssulöggjöf síðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í fyrri útgáfu hennar var ekki farið rétt með um hvaða söfnuð í Bandaríkjunum væri að ræða. Vísir/AFPVísir/AFP
Bandaríkin Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Vopnaður kennari handtekinn í Bandaríkjunum Lögregla í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið kennara sem hleypti af byssu í kennslustofu. 28. febrúar 2018 22:40 Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Vopnaður kennari handtekinn í Bandaríkjunum Lögregla í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið kennara sem hleypti af byssu í kennslustofu. 28. febrúar 2018 22:40
Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30