Pútín sýndi sprengjuregn yfir Flórída Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 22:36 Hér má glöggt sjá Flórída-skaga. Vísir Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti í dag „ósigrandi“ langdræga eldflaug sem hann sagði að gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu forsetans mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna.Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan mátti sjá sprengjuoddum rigna yfir Flórída en þetta tiltekna myndbrot entist aðeins í örfáar sekúndur."Efforts to contain Russia have failed, face it," Putin said in a nearly two-hour address he illustrated with video clips of new high-technology nuclear weapons #tictocnews https://t.co/7dTMzCHjtD pic.twitter.com/2orBH9x7eP— TicToc by Bloomberg (@tictoc) March 1, 2018 Í samtali við BBC segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að hvorki ræða Pútíns, né myndbrotið, hafi komið á óvart. „Bandaríkjamenn geta sofið rólegir. Við erum fullkomnlega reiðubúin,“ sagði Dana White, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Sérfræðingar segja ólíklegt að ef kæmi til kjarnorkustríðs milli stórveldanna tveggja yrði Flórída eitt af aðalskotmörkum Rússa, þrátt fyrir að þar megi finna eina af stjórnstöðum Bandaríkjahers og Mar-A-Lago, hvíldarstað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur í varnarmálum, segir í samtali við BBC að Pútín sé með myndbandinu ekki að varpa ljósi á hernaðaráætlanir Rússa. „Þetta eru skilaboð og myndbandið er táknrænt. Þetta er leið til þess skreyta ræðuna.“ Tengdar fréttir Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti í dag „ósigrandi“ langdræga eldflaug sem hann sagði að gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu forsetans mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna.Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan mátti sjá sprengjuoddum rigna yfir Flórída en þetta tiltekna myndbrot entist aðeins í örfáar sekúndur."Efforts to contain Russia have failed, face it," Putin said in a nearly two-hour address he illustrated with video clips of new high-technology nuclear weapons #tictocnews https://t.co/7dTMzCHjtD pic.twitter.com/2orBH9x7eP— TicToc by Bloomberg (@tictoc) March 1, 2018 Í samtali við BBC segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að hvorki ræða Pútíns, né myndbrotið, hafi komið á óvart. „Bandaríkjamenn geta sofið rólegir. Við erum fullkomnlega reiðubúin,“ sagði Dana White, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Sérfræðingar segja ólíklegt að ef kæmi til kjarnorkustríðs milli stórveldanna tveggja yrði Flórída eitt af aðalskotmörkum Rússa, þrátt fyrir að þar megi finna eina af stjórnstöðum Bandaríkjahers og Mar-A-Lago, hvíldarstað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur í varnarmálum, segir í samtali við BBC að Pútín sé með myndbandinu ekki að varpa ljósi á hernaðaráætlanir Rússa. „Þetta eru skilaboð og myndbandið er táknrænt. Þetta er leið til þess skreyta ræðuna.“
Tengdar fréttir Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43