Hvarf viljinn með vindinum? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins. Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð. Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi. Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins. Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum. Og enn gerist ekkert. Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri. Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur. Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast. Ég bíð við símann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins. Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð. Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi. Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins. Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum. Og enn gerist ekkert. Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri. Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur. Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast. Ég bíð við símann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun