Reykjavík í samkeppni við aðrar borgir Dagur B. Eggertsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Samkeppnishæfni Reykjavíkur hefur verið okkar helsta verkefni á undanförnum árum. Til þess að teljast samkeppnishæf verðum við að vera lífsgæðaborg, skólaborg og velferðarborg en jafnframt fjölga spennandi störfum og tækifærum fyrir ungt fólk og stuðla að öflugu, fjölbreyttu atvinnulífi. Reykjavík hefur verið hástökkvari bæði í nýlegum alþjóðlegum samanburði á lífsgæðum og samkeppnishæfni. Að þróa fjölbreytta, græna og nútímalega borg fyrir alla byggir á framtíðarsýn og kallar bæði á stefnufestu og úthald. Borg sem er án vegvísis og framtíðarsýnar þróast ekki sjálfkrafa í rétta átt. Við eigum að bera Reykjavík saman við aðrar borgir Norðurlanda frekar en sveitarfélög hérlendis. Í nýjum samanburði Norrænu ráðherranefndarinnar höfum við skákað öllum borgarsvæðum af okkar stærð, tekið fram úr Helsinki og aðeins Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur skáka Reykjavík í samkeppnishæfni. Á tíu ára fresti tekur tímaritið The Economist saman lista yfir lífsgæði í borgum. Í síðustu mælingu var Reykjavík hástökkvari, m.a. vegna metnaðarfullra uppbyggingarverkefna og aukins menningarframboðs. Hvort tveggja er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þróun borgarinnar okkar. Það á að vera kappsmál að nýjar kynslóðir vilji búa í Reykjavík fremur en í öðrum borgum. Ungt fólk leitar til borga og getur starfað hvar sem er í heiminum. Ísland á mikið undir því að Reykjavík gangi vel í þessari samkeppni en þar eigum við að keppa á grundvelli menntunar, velferðar, öryggis og góðrar þjónustu, auk þeirra lífsgæða sem kraftmikið og fjölbreytt borgarsamfélag getur boðið upp á. Norðurlöndin hafa sýnt að áhersla á jöfnuð og jöfn tækifæri í bland við öflugt og framsækið atvinnulíf er sú leið sem best hefur gefist í þessu. Það er leið jafnaðarmanna. Það er líka rétta leiðin fyrir Reykjavík. Borgin okkar hefur aldrei verið eins kraftmikil, lifandi og fjölbreytt og einmitt núna. Og það er mikilvægt að halda áfram á réttri leið. Áfram Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Kosningar 2018 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni Reykjavíkur hefur verið okkar helsta verkefni á undanförnum árum. Til þess að teljast samkeppnishæf verðum við að vera lífsgæðaborg, skólaborg og velferðarborg en jafnframt fjölga spennandi störfum og tækifærum fyrir ungt fólk og stuðla að öflugu, fjölbreyttu atvinnulífi. Reykjavík hefur verið hástökkvari bæði í nýlegum alþjóðlegum samanburði á lífsgæðum og samkeppnishæfni. Að þróa fjölbreytta, græna og nútímalega borg fyrir alla byggir á framtíðarsýn og kallar bæði á stefnufestu og úthald. Borg sem er án vegvísis og framtíðarsýnar þróast ekki sjálfkrafa í rétta átt. Við eigum að bera Reykjavík saman við aðrar borgir Norðurlanda frekar en sveitarfélög hérlendis. Í nýjum samanburði Norrænu ráðherranefndarinnar höfum við skákað öllum borgarsvæðum af okkar stærð, tekið fram úr Helsinki og aðeins Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur skáka Reykjavík í samkeppnishæfni. Á tíu ára fresti tekur tímaritið The Economist saman lista yfir lífsgæði í borgum. Í síðustu mælingu var Reykjavík hástökkvari, m.a. vegna metnaðarfullra uppbyggingarverkefna og aukins menningarframboðs. Hvort tveggja er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þróun borgarinnar okkar. Það á að vera kappsmál að nýjar kynslóðir vilji búa í Reykjavík fremur en í öðrum borgum. Ungt fólk leitar til borga og getur starfað hvar sem er í heiminum. Ísland á mikið undir því að Reykjavík gangi vel í þessari samkeppni en þar eigum við að keppa á grundvelli menntunar, velferðar, öryggis og góðrar þjónustu, auk þeirra lífsgæða sem kraftmikið og fjölbreytt borgarsamfélag getur boðið upp á. Norðurlöndin hafa sýnt að áhersla á jöfnuð og jöfn tækifæri í bland við öflugt og framsækið atvinnulíf er sú leið sem best hefur gefist í þessu. Það er leið jafnaðarmanna. Það er líka rétta leiðin fyrir Reykjavík. Borgin okkar hefur aldrei verið eins kraftmikil, lifandi og fjölbreytt og einmitt núna. Og það er mikilvægt að halda áfram á réttri leið. Áfram Reykjavík.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar