Tiger: Spilaði miklu betur en skorið segir til um Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. maí 2018 10:30 Tiger á ferðinni í gær. vísir/getty Tiger Woods sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif á Players-meistaramótinu um helgina en möguleikar hans á að enda með efstu mönnum sukku í vatninu á hinni frægu 17. holu Sawgrass-vallarins. Hann endaði jafn öðrum í ellefta sæti en var um tíma í öðru sætu á mótinu. Hringina fjóra spilaði hann á 72, 71, 65 og 69 höggum. Þó svo margt hafi glatast í vatninu á 17. holunni þá var Tiger mjög jákvæður eftir mótið enda sýndi hann lengstum að hann er að koma til baka með stæl. „Ég spilaði rosalega vel í dag. Ég var að hitta boltann alveg ofboðslega vel. Ég var með fulla stjórn á því sem ég var að gera frá upphafshöggi fram á flötina. Mér leið vel í öllu sem ég var að gera. Ég spilaði miklu betur en skorið segir til um,“ sagði Tiger brattur en það var oft á tíðum unun að fylgjast með honum og aðdáendur hans glöddust yfir þessari frammistöðu. Tiger var í 92. sæti heimslistans fyrir mótið en mun hoppa í sæti númer 80. Hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki farið í vatnið. Tiger varð einnig af háum fjárhæðum og mikilvægum stigum í keppni um FedEx-bikarinn. Golf Tengdar fréttir Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif á Players-meistaramótinu um helgina en möguleikar hans á að enda með efstu mönnum sukku í vatninu á hinni frægu 17. holu Sawgrass-vallarins. Hann endaði jafn öðrum í ellefta sæti en var um tíma í öðru sætu á mótinu. Hringina fjóra spilaði hann á 72, 71, 65 og 69 höggum. Þó svo margt hafi glatast í vatninu á 17. holunni þá var Tiger mjög jákvæður eftir mótið enda sýndi hann lengstum að hann er að koma til baka með stæl. „Ég spilaði rosalega vel í dag. Ég var að hitta boltann alveg ofboðslega vel. Ég var með fulla stjórn á því sem ég var að gera frá upphafshöggi fram á flötina. Mér leið vel í öllu sem ég var að gera. Ég spilaði miklu betur en skorið segir til um,“ sagði Tiger brattur en það var oft á tíðum unun að fylgjast með honum og aðdáendur hans glöddust yfir þessari frammistöðu. Tiger var í 92. sæti heimslistans fyrir mótið en mun hoppa í sæti númer 80. Hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki farið í vatnið. Tiger varð einnig af háum fjárhæðum og mikilvægum stigum í keppni um FedEx-bikarinn.
Golf Tengdar fréttir Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01