Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2018 21:45 Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12