Þurfum alltaf á nýjum bókum og rökum að halda Magnús Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra segir Hagþenki hvetja fræðasamfélagið til þess að miðla fræðslu til almennings. Visir/Stefán Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna en félagið sækir nafn sitt til rits sem Jón Ólafsson frá Grunnavík skrifaði 1737. Það fjallar um „almennt stand á Íslandi“, lærdóm og bókiðnir. Eftir þessu handriti, sem gefið var út 1996, nefna höfundar fræðirita og kennslugagna félag sitt. Allt frá 1987 hefur félagið veitt höfundum viðurkenningar fyrir efni er hefur þótt skara fram úr og síðastliðin tíu ár hafa 10 bækur verið tilnefndar rétt eins og núna og mikið er lagt upp úr fjölbreytni, segir Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis. „Við viljum að þessi listi endurspegli ólík fræðirit og kennslugögn og að auki er hann hugsaður meira fyrir almenning en háskólasamfélagið eins og skipulagsskrá verðlaunanna kveður á um, en það er sérstakt viðurkenningarráð skipað fimm félagsmönnum sem alfarið velur á listann, eftir að hafa hist vikulega í tvo mánuði og borið saman bækur, þannig að við – Hagþenkir – leitumst við að miðla ákveðnum bókum sem viðurkenningarráðið metur að séu framúrskarandi fyrir almenning.“ Aðspurð hvort það sé nægur hvati til staðar í fræðasamfélaginu til þess að skrifa fyrir almenning segir Friðbjörg að svo sé því miður ekki og oft kostnaður fyrir höfundana. „Nei, og að auki þá held ég að það hafi dregið úr þessari hvatningu vegna þess að háskólakennararnir virðast fá fleiri stig fyrir að skrifa fræðigreinar í fræðirit, oftast á ensku, tilvitnanir skipta mestu máli og því velja þeir að fara þá leið. Ég veit til dæmis til þess að það hafi verið skrifuð mögnuð bók um búsáhaldabyltinguna en hún er til sem fræðirit á ensku og þá einmitt skrifuð inn í alþjóðlegu fræðiumræðuna fremur en til almennings.“Friðbjörg bætir við að í raun vanti upp á það að fræðimenn geti miðlað þessum skrifum betur til almennings. „Ég held að kerfið þyrfti að vera meira hvetjandi gagnvart skrifum fyrir almenning. Oft eru þetta ákveðnar grunnrannsóknir og eitthvað sem varðar okkur öll sem er svo mikilvægt að við almenningur fáum að fylgjast með. Efni sem er búið að greina og vinna vel en það þarf að ná betur til almennings í landinu.“ Friðbjörg leggur áherslu á að sambandið á milli háskólans og samfélagsins þyrfti að vera mun virkara. „Segjum bara að lestri sé ábótavant, svo dæmi sé tekið, en þá getur vel verið að það sé skrifað meira um það í erlendu samhengi en jafnvel til almennings. Þá vantar okkur ákveðnar línur eða ramma um það hvað á að ræða um og af hverju. Háskólinn á að styðja við almenna umræðu í landinu og þá sérstaklega gagnrýna umræðu, ekki endilega niðurrífandi, heldur gagnrýna, þar sem er verið að rökræða. Lýðræðið þarf alltaf á nýjum bókum og rökum að halda.“ En finnið þið hjá Hagþenki fyrir því að þessar tilnefningar og verðlaun hjálpi þessum ritum sem þó koma út til þess að ná til almennings? „Já, ég held að það geri það. Athyglin er alltaf að aukast jafnt og þétt og svo er verðlaunaféð líka það veglegt, ein milljón og tvö hundruð og fimmtíu þúsund, ívið hærra en Íslensku bókmenntaverðlaunin,“ segir Friðbjörg kankvís. „En mér finnst að eftir að við fórum að tilnefna tíu bækur á lista þá hafi það gert meira fyrir fleiri. Þetta vekur athygli á þessum bókum af því að sumar þessara bóka eru alla jafna ekki mikið í umræðunni þó svo aðrar séu það vissulega. Það er heilmikill heiður fólginn í þessu og þetta spyrst víða.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. febrúar. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna en félagið sækir nafn sitt til rits sem Jón Ólafsson frá Grunnavík skrifaði 1737. Það fjallar um „almennt stand á Íslandi“, lærdóm og bókiðnir. Eftir þessu handriti, sem gefið var út 1996, nefna höfundar fræðirita og kennslugagna félag sitt. Allt frá 1987 hefur félagið veitt höfundum viðurkenningar fyrir efni er hefur þótt skara fram úr og síðastliðin tíu ár hafa 10 bækur verið tilnefndar rétt eins og núna og mikið er lagt upp úr fjölbreytni, segir Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis. „Við viljum að þessi listi endurspegli ólík fræðirit og kennslugögn og að auki er hann hugsaður meira fyrir almenning en háskólasamfélagið eins og skipulagsskrá verðlaunanna kveður á um, en það er sérstakt viðurkenningarráð skipað fimm félagsmönnum sem alfarið velur á listann, eftir að hafa hist vikulega í tvo mánuði og borið saman bækur, þannig að við – Hagþenkir – leitumst við að miðla ákveðnum bókum sem viðurkenningarráðið metur að séu framúrskarandi fyrir almenning.“ Aðspurð hvort það sé nægur hvati til staðar í fræðasamfélaginu til þess að skrifa fyrir almenning segir Friðbjörg að svo sé því miður ekki og oft kostnaður fyrir höfundana. „Nei, og að auki þá held ég að það hafi dregið úr þessari hvatningu vegna þess að háskólakennararnir virðast fá fleiri stig fyrir að skrifa fræðigreinar í fræðirit, oftast á ensku, tilvitnanir skipta mestu máli og því velja þeir að fara þá leið. Ég veit til dæmis til þess að það hafi verið skrifuð mögnuð bók um búsáhaldabyltinguna en hún er til sem fræðirit á ensku og þá einmitt skrifuð inn í alþjóðlegu fræðiumræðuna fremur en til almennings.“Friðbjörg bætir við að í raun vanti upp á það að fræðimenn geti miðlað þessum skrifum betur til almennings. „Ég held að kerfið þyrfti að vera meira hvetjandi gagnvart skrifum fyrir almenning. Oft eru þetta ákveðnar grunnrannsóknir og eitthvað sem varðar okkur öll sem er svo mikilvægt að við almenningur fáum að fylgjast með. Efni sem er búið að greina og vinna vel en það þarf að ná betur til almennings í landinu.“ Friðbjörg leggur áherslu á að sambandið á milli háskólans og samfélagsins þyrfti að vera mun virkara. „Segjum bara að lestri sé ábótavant, svo dæmi sé tekið, en þá getur vel verið að það sé skrifað meira um það í erlendu samhengi en jafnvel til almennings. Þá vantar okkur ákveðnar línur eða ramma um það hvað á að ræða um og af hverju. Háskólinn á að styðja við almenna umræðu í landinu og þá sérstaklega gagnrýna umræðu, ekki endilega niðurrífandi, heldur gagnrýna, þar sem er verið að rökræða. Lýðræðið þarf alltaf á nýjum bókum og rökum að halda.“ En finnið þið hjá Hagþenki fyrir því að þessar tilnefningar og verðlaun hjálpi þessum ritum sem þó koma út til þess að ná til almennings? „Já, ég held að það geri það. Athyglin er alltaf að aukast jafnt og þétt og svo er verðlaunaféð líka það veglegt, ein milljón og tvö hundruð og fimmtíu þúsund, ívið hærra en Íslensku bókmenntaverðlaunin,“ segir Friðbjörg kankvís. „En mér finnst að eftir að við fórum að tilnefna tíu bækur á lista þá hafi það gert meira fyrir fleiri. Þetta vekur athygli á þessum bókum af því að sumar þessara bóka eru alla jafna ekki mikið í umræðunni þó svo aðrar séu það vissulega. Það er heilmikill heiður fólginn í þessu og þetta spyrst víða.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. febrúar.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira