Ljósin í takt við ljóðin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 09:30 Hekla Dögg hefur lag á að laða listamenn til liðs við sig. Fréttablaðið/Valli Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir er þekkt fyrir síbreytileg og marglaga verk og ólíkar aðferðir við að fá aðra til að taka þátt í þeim. Nú opnar hún sýninguna Evolvement klukkan 18 í dag í Kling & Bang í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Samhliða kemur út vegleg bók með yfirliti um feril hennar.Hekla Dögg, á hvað leggur þú áherslu í þessari sýningu? „Ég er svolítið að einblína á sköpunarþáttinn og nú kalla ég til samstarfs skáld og aðra listamenn. Skáldin til að semja af og til ljóð fyrir ljósa- og hljóðskúlptúr sem heitir 2018 og er eins og fréttaveita. Þeir sem hlusta upplifa líðandi stund í gegnum orð skáldsins.“ Skúlptúrinn er með grænum ljósum sem blikka í takt við hrynjanda ljóðanna, að sögn Heklu Daggar. „Þegar fólk hefur dvalið við skúlptúrinn dálitla stund þá sér það bleikt fyrst eftir að það labbar í burtu. Alltaf þegar maður hlustar á ljóð verður maður fyrir hughrifum. Þarna verða áhrifin líka sjónræn.“Hekla Dögg undir pappírsagnaregninu sem gengið er í gegnum að uppsprettu sköpunarinnar.Mynd/Lilja BirgisdóttirÞarf ekki fólk að sitja lengur og lengur við skúlptúrinn eftir því sem á sýninguna líður ef alltaf bætast ljóð í skúlptúrinn? „Ég mundi mæla með því að fólk kæmi oftar en einu sinni, því sýningin breytist alltaf,“ svarar Hekla Dögg og færir sig svo skref til baka. „Í anddyrinu er vatnslitaverk sem ég vann með marbling-tækni sem var oft notuð til að prenta á bókarkápur. Þá eru litirnir fljótandi í vatni og pappírsörk dýft ofan í til að fanga þá. Ég gerði mismunandi mynstur á eins stór blöð og ég gat. Þau eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur, eins og kápa utan um sýninguna fyrir innan. Ljósmyndarar geta notað þessar arkir sem bakgrunn fyrir eitthvað sem þeir vilja mynda.“Á leið inn úr anddyrinu lenda gestir undir glitrandi pappírsögnum sem hrynja á þá úr loftinu. Hvað táknar sá gjörningur? „Þá er fólk að ganga inn að uppsprettu sköpunarinnar því þar tekur ljósa- og ljóðaskúlptúrinn við. Svo er haldið áfram inn í næsta rými. Þar er hvít súla sem snýst löturhægt í 360 gráður á þremur mínútum. Á henni er myndavél og á sýningartímanum munu listamenn gera þriggja mínútna vídeóverk þar sem þeir virkja allt rýmið á einhvern hátt, það er áskorun, en listamenn eru alltaf tilbúnir í áskoranir. Ég byrja á þremur verkum sem verða tilbúin á opnuninni. Þau verða sýnd í einu rýminu enn. Þar geta gestir sest og notið þeirra.“ Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir er þekkt fyrir síbreytileg og marglaga verk og ólíkar aðferðir við að fá aðra til að taka þátt í þeim. Nú opnar hún sýninguna Evolvement klukkan 18 í dag í Kling & Bang í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Samhliða kemur út vegleg bók með yfirliti um feril hennar.Hekla Dögg, á hvað leggur þú áherslu í þessari sýningu? „Ég er svolítið að einblína á sköpunarþáttinn og nú kalla ég til samstarfs skáld og aðra listamenn. Skáldin til að semja af og til ljóð fyrir ljósa- og hljóðskúlptúr sem heitir 2018 og er eins og fréttaveita. Þeir sem hlusta upplifa líðandi stund í gegnum orð skáldsins.“ Skúlptúrinn er með grænum ljósum sem blikka í takt við hrynjanda ljóðanna, að sögn Heklu Daggar. „Þegar fólk hefur dvalið við skúlptúrinn dálitla stund þá sér það bleikt fyrst eftir að það labbar í burtu. Alltaf þegar maður hlustar á ljóð verður maður fyrir hughrifum. Þarna verða áhrifin líka sjónræn.“Hekla Dögg undir pappírsagnaregninu sem gengið er í gegnum að uppsprettu sköpunarinnar.Mynd/Lilja BirgisdóttirÞarf ekki fólk að sitja lengur og lengur við skúlptúrinn eftir því sem á sýninguna líður ef alltaf bætast ljóð í skúlptúrinn? „Ég mundi mæla með því að fólk kæmi oftar en einu sinni, því sýningin breytist alltaf,“ svarar Hekla Dögg og færir sig svo skref til baka. „Í anddyrinu er vatnslitaverk sem ég vann með marbling-tækni sem var oft notuð til að prenta á bókarkápur. Þá eru litirnir fljótandi í vatni og pappírsörk dýft ofan í til að fanga þá. Ég gerði mismunandi mynstur á eins stór blöð og ég gat. Þau eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur, eins og kápa utan um sýninguna fyrir innan. Ljósmyndarar geta notað þessar arkir sem bakgrunn fyrir eitthvað sem þeir vilja mynda.“Á leið inn úr anddyrinu lenda gestir undir glitrandi pappírsögnum sem hrynja á þá úr loftinu. Hvað táknar sá gjörningur? „Þá er fólk að ganga inn að uppsprettu sköpunarinnar því þar tekur ljósa- og ljóðaskúlptúrinn við. Svo er haldið áfram inn í næsta rými. Þar er hvít súla sem snýst löturhægt í 360 gráður á þremur mínútum. Á henni er myndavél og á sýningartímanum munu listamenn gera þriggja mínútna vídeóverk þar sem þeir virkja allt rýmið á einhvern hátt, það er áskorun, en listamenn eru alltaf tilbúnir í áskoranir. Ég byrja á þremur verkum sem verða tilbúin á opnuninni. Þau verða sýnd í einu rýminu enn. Þar geta gestir sest og notið þeirra.“
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira