Dóttirin nefnd í höfuðið á þrettándu holunni á Augusta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2018 23:30 Garcia tekur hér teighögg á 13. holunni á Augusta árið 2002. Umkringdur azalea-blómunum sem nú bera nafn dóttur hans. vísir/getty Það var risastór stund í lífi kylfingsins Sergio Garcia er hann vann Masters í fyrra. Eftir mikla eyðirmerkurgöngu tókst honum loksins að vinna risamót. Það tókst í 74. tilraun hjá honum og það eftir umspil gegn Justin Rose. Heimurinn hélt með Garcia sem náði loksins þessum merka áfanga á sínum ferli. Garcia nældi í gríðarlega mikilvægt par á 13. holunni eftir að hafa lent í miklum vandræðum. Þá var hann tveimur höggum á eftir Rose, lenti í runna og þurfti að taka víti. að lokum bjargaði hann pari og það gaf honum mikla orku.Beautiful Azalea Adele Garcia was born on March 14 at 1:54am. So proud and impressed with my wife @TheAngelaAkins and the way she handled the pregnancy and delivery! Love you both so much pic.twitter.com/IGu1tV1QlA — Sergio Garcia (@TheSergioGarcia) March 14, 2018 Garcia og eiginkona hans, Angela, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum og hafa skírt það í höfuðið á þrettándu holunni. Nafnið er ekki eins slæmt og þú ert að ímynda þér. Það er reyndar mjög gott eða Azalea. Azalea er nafnið á bleiku blómunum sem umkringja 13. holuna. Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það var risastór stund í lífi kylfingsins Sergio Garcia er hann vann Masters í fyrra. Eftir mikla eyðirmerkurgöngu tókst honum loksins að vinna risamót. Það tókst í 74. tilraun hjá honum og það eftir umspil gegn Justin Rose. Heimurinn hélt með Garcia sem náði loksins þessum merka áfanga á sínum ferli. Garcia nældi í gríðarlega mikilvægt par á 13. holunni eftir að hafa lent í miklum vandræðum. Þá var hann tveimur höggum á eftir Rose, lenti í runna og þurfti að taka víti. að lokum bjargaði hann pari og það gaf honum mikla orku.Beautiful Azalea Adele Garcia was born on March 14 at 1:54am. So proud and impressed with my wife @TheAngelaAkins and the way she handled the pregnancy and delivery! Love you both so much pic.twitter.com/IGu1tV1QlA — Sergio Garcia (@TheSergioGarcia) March 14, 2018 Garcia og eiginkona hans, Angela, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum og hafa skírt það í höfuðið á þrettándu holunni. Nafnið er ekki eins slæmt og þú ert að ímynda þér. Það er reyndar mjög gott eða Azalea. Azalea er nafnið á bleiku blómunum sem umkringja 13. holuna.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira