Stórskotahríð Manchester United bar loksins árangur í lokin 5. janúar 2018 21:45 Jesse Lingard fagnar marki sínu. vísir/getty Manchester United komst í kvöld áfram í enska bikarnum eftir 2-0 heimasigur á enska b-deildarliðinu Derby County. Mörk United-liðsins komu á síðustu sex mínútum leiksins en fram að því var Scott Carson búinn að eiga algjöran stórleik í marki Derby. Derby-liðið sem er í 2. sæti í b-deildinni og gæti komist upp í ensku úrvalsdeildina, stóð sig mjög vel á Old Trafford í kvöld en góð barátta liðsins dugði ekki til. United-liðið var í stórsókn stærsta hluta leiksins en frábærar markvörslur Scott Carson komu hvað eftir annað í veg fyrir mark. Það þurfti síðan draumamark til að koma boltanum framhjá Carson. Jesse Lingard hefur verið hetja Manchester United í síðustu leikjum og hann kom United í 1-0 með frábæru skoti. Romelu Lukaku innsiglaði síðan sigurinn á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Anthony Martial. Marcus Rashford var manna óheppnastur hjá Manchester United fyrir framan markið því hann skallaði í stöng í fyrri hálfleik og átti síðan þrumuskot í innanverða stöngina í seinni hálfleik. Enski boltinn
Manchester United komst í kvöld áfram í enska bikarnum eftir 2-0 heimasigur á enska b-deildarliðinu Derby County. Mörk United-liðsins komu á síðustu sex mínútum leiksins en fram að því var Scott Carson búinn að eiga algjöran stórleik í marki Derby. Derby-liðið sem er í 2. sæti í b-deildinni og gæti komist upp í ensku úrvalsdeildina, stóð sig mjög vel á Old Trafford í kvöld en góð barátta liðsins dugði ekki til. United-liðið var í stórsókn stærsta hluta leiksins en frábærar markvörslur Scott Carson komu hvað eftir annað í veg fyrir mark. Það þurfti síðan draumamark til að koma boltanum framhjá Carson. Jesse Lingard hefur verið hetja Manchester United í síðustu leikjum og hann kom United í 1-0 með frábæru skoti. Romelu Lukaku innsiglaði síðan sigurinn á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Anthony Martial. Marcus Rashford var manna óheppnastur hjá Manchester United fyrir framan markið því hann skallaði í stöng í fyrri hálfleik og átti síðan þrumuskot í innanverða stöngina í seinni hálfleik.