Ætla að halda „unga fólkinu“ á sjötugsaldri á hreyfingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 08:39 Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, Janus Guðlaugsson frá Janusi heilsueflingu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Guðrún Frímannsdóttir, deildarstjóri Stoðþjónustu Hafnarfjarðar, við undirritun samningsins. Hafnafjarðarbær Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri. Haraldur L. Haraldsson undirritaði í gær samning við Janus heilsueflingu til eins og hálfs árs í tengslum við það verkefni. Heilsueflingin er fyrir allt að 160 íbúa Hafnafjarðarbæjar og um er að ræða bæði þol- og styrktarþjálfun. Þolþjálfunin mun fara fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika en styrktarþjálfunin fer fram tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitness við Ásvallarlaug. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem verkefninu er stýrt, segist hafa miklar væntingar og á hún von á mikilli þátttöku í þessari heilsueflingu.Gagnlegt í baráttu við lífstílssjúkdóma „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima og erlendis að verkefni eins og þetta eru mjög gagnleg tæki í baráttunni við allskyns lífstílssjúkdóma eins og ofþyngd og sykursýki B sem dæmi. Þá er einnig verið að stefna að þeim markmiðum að fólk geti dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er og viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum,“ segir Rannveig. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að hver og einn fái einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingarnar munu fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið upp á fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Verður haldinn kynningarfundur fyrir þjálfunina í Hraunseli, húsnæði Félags eldri borgara í bænum, við Flatahraun fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku. Heilsa Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri. Haraldur L. Haraldsson undirritaði í gær samning við Janus heilsueflingu til eins og hálfs árs í tengslum við það verkefni. Heilsueflingin er fyrir allt að 160 íbúa Hafnafjarðarbæjar og um er að ræða bæði þol- og styrktarþjálfun. Þolþjálfunin mun fara fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika en styrktarþjálfunin fer fram tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitness við Ásvallarlaug. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem verkefninu er stýrt, segist hafa miklar væntingar og á hún von á mikilli þátttöku í þessari heilsueflingu.Gagnlegt í baráttu við lífstílssjúkdóma „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima og erlendis að verkefni eins og þetta eru mjög gagnleg tæki í baráttunni við allskyns lífstílssjúkdóma eins og ofþyngd og sykursýki B sem dæmi. Þá er einnig verið að stefna að þeim markmiðum að fólk geti dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er og viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum,“ segir Rannveig. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að hver og einn fái einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingarnar munu fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið upp á fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Verður haldinn kynningarfundur fyrir þjálfunina í Hraunseli, húsnæði Félags eldri borgara í bænum, við Flatahraun fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku.
Heilsa Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira