Að meðaltali 58 heimilisofbeldismál á mánuði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 16:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Sigríður hélt erindi á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Eitt af því sem við höfum gert er að þetta er nú yfirlýstur áherslumálaflokkur,“ sem Sigríður segir að geri málaflokkinn áberandi innanhúss. Markviss þjálfun og fræðsla hafi verið í deildinni og rannsóknarlögreglumönnum fjölgað. „Stærsta breytingin var að fækka málategundum í deildinni. Í deildinni áður, þó að hún héti kynferðisbrotadeild, þá voru til dæmis manndráp rannsökuð í deildinni. Þið getið ímyndað ykkur, það eru stærstu málin okkar, það voru fjögur á þessu ári.“ Segir Sigríður að ef að starfsfólk kynferðisbrotadeildar hefði verið að rannsaka þessi mál þá hefðu öll önnur mál beðið á meðan. „Heimilisofbeldismál voru líka rannsökuð í þessari deild, en þá voru þau um það bil 20 á mánuði. Núna eru þau 58 að meðaltali á mánuði.“ Þessi mál eru nú á öðrum stað í starfseminni til þess að létta á kynferðisbrotadeildinni. Einnig sé búið að horfa meira á þverfaglegt samstarf en áður. „Sári sannleikurinn í þessu máli er sá að það eru margfalt fleiri sem að leita til Neyðarmóttöku heldur en þeir sem leita til lögreglu og þú ferð ekki til Neyðarmóttöku nema að þú teljir þig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Sigríður segir að þetta sé gjá sem þurfi að brúa. „Við teljum að þverfaglegt samstarf sé algjör lykill í því.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Sigríður hélt erindi á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Eitt af því sem við höfum gert er að þetta er nú yfirlýstur áherslumálaflokkur,“ sem Sigríður segir að geri málaflokkinn áberandi innanhúss. Markviss þjálfun og fræðsla hafi verið í deildinni og rannsóknarlögreglumönnum fjölgað. „Stærsta breytingin var að fækka málategundum í deildinni. Í deildinni áður, þó að hún héti kynferðisbrotadeild, þá voru til dæmis manndráp rannsökuð í deildinni. Þið getið ímyndað ykkur, það eru stærstu málin okkar, það voru fjögur á þessu ári.“ Segir Sigríður að ef að starfsfólk kynferðisbrotadeildar hefði verið að rannsaka þessi mál þá hefðu öll önnur mál beðið á meðan. „Heimilisofbeldismál voru líka rannsökuð í þessari deild, en þá voru þau um það bil 20 á mánuði. Núna eru þau 58 að meðaltali á mánuði.“ Þessi mál eru nú á öðrum stað í starfseminni til þess að létta á kynferðisbrotadeildinni. Einnig sé búið að horfa meira á þverfaglegt samstarf en áður. „Sári sannleikurinn í þessu máli er sá að það eru margfalt fleiri sem að leita til Neyðarmóttöku heldur en þeir sem leita til lögreglu og þú ferð ekki til Neyðarmóttöku nema að þú teljir þig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Sigríður segir að þetta sé gjá sem þurfi að brúa. „Við teljum að þverfaglegt samstarf sé algjör lykill í því.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50