Tilraunir í eldhúsinu urðu að 30 milljarða viðskiptasamningi: Lykillinn að „djöflast svolítið í þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 22:14 Sigurður Kjartan Hilmarsson, betur þekktur sem Siggi, stofnandi fyrirtækisins The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir mikilvægt að vera á staðnum ætli menn sér að ná árangri á bandarískum markaði. Þá segir hann að oft og tíðum hafi gengið brösulega að koma framleiðslu sinni, hinu margfræga Siggi‘s skyr, á markað ytra en Siggi hóf söluna á útimarkaði í New York-borg árið 2006.Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.Vill ekki tjá sig um kaupverðiðVísir greindi frá því í dag að franski mjólkurrisinn Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupverðið fylgdi ekki sögunni í tilkynningu frá fyrirtæki Sigga í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Siggi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður vildi hann ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur Sigga sjálfs í fyrirtækinu er um 25 prósent.Óx smám saman í New YorkSiggi hóf fyrstu tilraunir í skyrgerð jólin 2004 úti í New York og sumarið 2006 hóf hann sölu á skyrinu á útimarkaði á Manhattan og í lítilli ostabúð. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar. „Vissulega er þetta mikið stökk og var brösótt oft á köflum og horfði til beggja átta mjög oft. Eftir að við byrjuðum á markaðnum þá óx þetta bara hérna í New York,“ segir Siggi og bætir við að aukin eftirspurn í Bandaríkjunum eftir hollari mat hafi haft mikið að segja um velgengni skyrsins.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi's skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fór í heimsókn á hverju ári í átta árEn hver er lykillinn að því að komast inn á Bandaríkjamarkað? „Það er náttúrulega alltaf erfitt að segja hver er lykillinn að árangri en þetta tók gífurlegan tíma og mikla vinnu. Ég var mjög lánsamur með mína fjárfesta, þeir voru mjög þolinmóðir og sýndu mikla biðlund þegar ekki gekk vel og gáfu mér tíma til að vinna,“ segir Siggi. Hann tekur samskipti sín við verslunarkeðjuna Publix sem dæmi en Siggi fékk aðeins nýlega inni fyrir vörur sínar hjá keðjunni. „Ég var búinn að heimsækja þau á hverju ári í átta ár áður en við komumst inn. Þannig að þetta er í raun og veru bara, eins og maður segir á íslensku, að djöflast svolítið í þessu.“Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Þá segir Siggi ómögulegt að ætla sér að ná inn á bandarískan markað án þess að vera á staðnum. „Ef þú ætlar að selja hérna, þá verðurðu eiginlega að vera hérna. Það er að segja að þú verður að hitta fólk reglulega,“ segir Siggi. „Maður verður að vera á staðnum og koma milljón sinnum og mæta á sýningarnar, mæta á alla fundi sem maður getur, jafnvel þótt líkurnar séu litlar.“Fullkomin lendingEngar teljanlegar breytingar verða á starfsmannahaldi fyrirtækisins, að sögn Sigga, en hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. „Þetta var í raun og veru fullkomin lending að geta fengið ávöxtun fyrir mína þolinmóðu fjárfesta og á sama tíma að passa upp á að starfsmennirnir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.“ Lactalis, franski mjólkurrisinn sem keypti fyrirtæki Sigga, er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna. Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sigurður Kjartan Hilmarsson, betur þekktur sem Siggi, stofnandi fyrirtækisins The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir mikilvægt að vera á staðnum ætli menn sér að ná árangri á bandarískum markaði. Þá segir hann að oft og tíðum hafi gengið brösulega að koma framleiðslu sinni, hinu margfræga Siggi‘s skyr, á markað ytra en Siggi hóf söluna á útimarkaði í New York-borg árið 2006.Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.Vill ekki tjá sig um kaupverðiðVísir greindi frá því í dag að franski mjólkurrisinn Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Kaupverðið fylgdi ekki sögunni í tilkynningu frá fyrirtæki Sigga í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna. Siggi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður vildi hann ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur Sigga sjálfs í fyrirtækinu er um 25 prósent.Óx smám saman í New YorkSiggi hóf fyrstu tilraunir í skyrgerð jólin 2004 úti í New York og sumarið 2006 hóf hann sölu á skyrinu á útimarkaði á Manhattan og í lítilli ostabúð. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar. „Vissulega er þetta mikið stökk og var brösótt oft á köflum og horfði til beggja átta mjög oft. Eftir að við byrjuðum á markaðnum þá óx þetta bara hérna í New York,“ segir Siggi og bætir við að aukin eftirspurn í Bandaríkjunum eftir hollari mat hafi haft mikið að segja um velgengni skyrsins.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi's skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fór í heimsókn á hverju ári í átta árEn hver er lykillinn að því að komast inn á Bandaríkjamarkað? „Það er náttúrulega alltaf erfitt að segja hver er lykillinn að árangri en þetta tók gífurlegan tíma og mikla vinnu. Ég var mjög lánsamur með mína fjárfesta, þeir voru mjög þolinmóðir og sýndu mikla biðlund þegar ekki gekk vel og gáfu mér tíma til að vinna,“ segir Siggi. Hann tekur samskipti sín við verslunarkeðjuna Publix sem dæmi en Siggi fékk aðeins nýlega inni fyrir vörur sínar hjá keðjunni. „Ég var búinn að heimsækja þau á hverju ári í átta ár áður en við komumst inn. Þannig að þetta er í raun og veru bara, eins og maður segir á íslensku, að djöflast svolítið í þessu.“Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Þá segir Siggi ómögulegt að ætla sér að ná inn á bandarískan markað án þess að vera á staðnum. „Ef þú ætlar að selja hérna, þá verðurðu eiginlega að vera hérna. Það er að segja að þú verður að hitta fólk reglulega,“ segir Siggi. „Maður verður að vera á staðnum og koma milljón sinnum og mæta á sýningarnar, mæta á alla fundi sem maður getur, jafnvel þótt líkurnar séu litlar.“Fullkomin lendingEngar teljanlegar breytingar verða á starfsmannahaldi fyrirtækisins, að sögn Sigga, en hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. „Þetta var í raun og veru fullkomin lending að geta fengið ávöxtun fyrir mína þolinmóðu fjárfesta og á sama tíma að passa upp á að starfsmennirnir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.“ Lactalis, franski mjólkurrisinn sem keypti fyrirtæki Sigga, er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.
Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45
Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24
Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30