Serena Williams mun ekki verja titil sinn á Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst í næstu viku, en hún hefur dregið sig úr keppni.
Hin margverðlaunaða Williams mætti aftur á tennisvöllinn í síðustu viku þegar hún lék sýningarleik á Mubadala mótinu, en hún eignaðist stúlkubarn í byrjun september.
„Þó ég sé rosalega nálægt því, þá er ég ekki á þeim stað sem ég vildi vera,“ sagði Williams, en hún vann þetta mót í fyrir ári síðan, þrátt fyrir að bera barn sitt undir belti.
„Ég get keppt, en ég vil ekki bara keppa. Ég vil gera miklu betur en það, og til þess þarf ég meiri tíma.“
Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 2011 sem Williams tekur ekki þátt í mótinu.
Williams snýr ekki aftur á Opna ástralska

Tengdar fréttir

Sneri aftur á tennisvöllinn fjórum mánuðum eftir barnsburð
Serena Williams sneri aftur á tennisvöllinn í dag, fjórum mánuðum eftir barnsburð.

Serena gæti snúið aftur á mótið sem hún vann ólétt í fyrra
Besta tenniskona sögunnar er með allt klárt fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar.