Vala fer ekki fram í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2018 11:37 Vala Pálsdóttir fékk margar áskoranir Sjálfstæðisflokkurinn Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, ætlar ekki að bjóða sig fram í leiðtogakjöri flokksins í Reykjavík. Þetta herma heimildir Vísis. Er tilkynningar að vænta vegna þessa. Frestur til að tilkynna framboð rennur út í dag. Þrír hafa tilkynnt framboð. Borgarfulltrúar flokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon auk Eyþórs Arnalds, stærsta eiganda Morgunblaðsins. „Síðustu dagar hafa verið stórskemmtilegir, eiginlega ótrúlegir. Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti svona góðan og víðtækan stuðning í borgarmálin og það úr ólíkum áttum. Það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn iðar af áhuga og vilja flokksmanna til að bæta borgina okkar. Ég hef hugsað málið mjög vel og hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram í leiðtogaprófkjörið. Ég er þó mjög þakklát fyrir alla þá hvatningu og stuðning sem ég hef fundið fyrir,“ segir Vala í tilkynningu. „Ég mun halda áfram starfi mínu sem formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, í því mikilvæga hlutverki að hvetja og efla allar þær góðu konur sem starfa fyrir flokkinn um land allt til þátttöku í stjórnmálum. Áfram Sjálfstæðisflokkurinn!“ Leiðtogakjörið fer fram þann 27. janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi háttur er hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum. Til stóð að halda leiðtogakkjör árið 2002 þegar Björn Bjarnason bauð sóttist eftir leiðtogasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar Inga Jóna Þórðardóttir var í því embætti. Inga Jóna dró hins vegar framboð sitt til baka og því varð ekkert að leiðtogakjöri í það skipti. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, ætlar ekki að bjóða sig fram í leiðtogakjöri flokksins í Reykjavík. Þetta herma heimildir Vísis. Er tilkynningar að vænta vegna þessa. Frestur til að tilkynna framboð rennur út í dag. Þrír hafa tilkynnt framboð. Borgarfulltrúar flokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon auk Eyþórs Arnalds, stærsta eiganda Morgunblaðsins. „Síðustu dagar hafa verið stórskemmtilegir, eiginlega ótrúlegir. Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti svona góðan og víðtækan stuðning í borgarmálin og það úr ólíkum áttum. Það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn iðar af áhuga og vilja flokksmanna til að bæta borgina okkar. Ég hef hugsað málið mjög vel og hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram í leiðtogaprófkjörið. Ég er þó mjög þakklát fyrir alla þá hvatningu og stuðning sem ég hef fundið fyrir,“ segir Vala í tilkynningu. „Ég mun halda áfram starfi mínu sem formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, í því mikilvæga hlutverki að hvetja og efla allar þær góðu konur sem starfa fyrir flokkinn um land allt til þátttöku í stjórnmálum. Áfram Sjálfstæðisflokkurinn!“ Leiðtogakjörið fer fram þann 27. janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi háttur er hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum. Til stóð að halda leiðtogakkjör árið 2002 þegar Björn Bjarnason bauð sóttist eftir leiðtogasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar Inga Jóna Þórðardóttir var í því embætti. Inga Jóna dró hins vegar framboð sitt til baka og því varð ekkert að leiðtogakjöri í það skipti.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52
Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54