Enski boltinn

Beardsley sakaður um kynþáttaníð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peter Beardsley.
Peter Beardsley. Vísir/Getty
Peter Beardsley, fyrrum markahrókur Liverpool og Newcastle, er kominn í ótímabundið leyfi hjá síðarnefnda félaginu eftir ásakanir um kynþáttaníð. BBC greinir frá þessu.

Beardsley er þjálfari U-23 liðs Newcastle og hefur verið í starfinu frá 2009. Hann átti í viðræðum við félagið í gær og varð niðurstaðan sú að hann myndi víkja frá starfi, að minnsta kosti tímabundið.

Newcastle hefur fengið margar kvartanir undan hegðun Beardsley en ein þeirra kom frá Yasin Ben El-Mhanni, 22 ára leikmanni Newcastle. Sjálfur neitar Beardsley alfarið ásökunum en félagið mun engu að síður hefja rannsókn á hegðun Beardsley.

Peter Beardsley er 56 ára en hann lék meira en 300 leiki fyrir félagið. Hann var á mála hjá Liverpool frá 1987 til 1991 og spilaði svo með Everton í tvö ár eftir það. Hann lagði skóna á hilluna árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×