Innlent

Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Líf er að færast á nýjan leik þar sem Áburðarverksmiðjan var með starfsemi.
Líf er að færast á nýjan leik þar sem Áburðarverksmiðjan var með starfsemi. Mynd/Reykjavíkurborg
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi. Loftkastalinn er félag sem vinnur að nýsmiði, leikmyndagerð, nýsköpun og hönnun, þróun á vélum og verkfærum fyrir kvikmyndagerð.

Loftkastalinn greiðir 226 milljónir króna fyrir fasteignirnar og byggingarrétt með gatnagerðargjöldum en Reykjavíkurborg hefur með stefnumörkun og skipulagssamkeppni ákveðið að á nýjum lóðum í Gufunesi komi starfsemi sem tengist aðallega kvikmyndagerð.

Það er frábært að sjá að nú þegar eru fyrirtæki í kvikmyndaiðnaði af öllum stærðum og gerðum að koma sér fyrir til framtíðar í Gufunesi,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á vef Reyjavíkurborgar.

Nú þegar hafa tvö fyrirtæki á vegum kvikmyndaiðnaðar keypt eignir á svæðinu og eru því ákveðin kjölfesta fyrir áframhaldandi þróun svæðisins. Tvö önnur fyrirtæki sem sérhæfa sig í ljósa-, hljóð- og myndbúnaði hafa fengið lóðarvilyrði í Gufunesi. TÖluverð hreyfing er á þróun svæðisins en fyrirtæki Baltasars Kormáks hefur þegar hafist handa við að breyta gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í kvikmyndaver sem verður eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu.

Fasteignirnar eru gamalt sérhæft verksmiðjuhús sem hýsti á sínum tíma vissan hluta starfsemi áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og birgðaskemmur Áburðarverksmiðjunnar.


Tengdar fréttir

Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi

Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×