Guðni á ráðstefnu BUGL: Sífellt bætast við nýjar ógnir Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2018 17:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti opnunarávarp á ráðstefnu BUGL í morgun. Vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag. Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36