Innlent

Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni?

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Markmið fundarins er að ræða næstu skref #metoo innan stjórnmálanna.
Markmið fundarins er að ræða næstu skref #metoo innan stjórnmálanna. Vísir/Vilhelm
Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag á milli 8:30 og 10:30. Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar.

Markmið fundarins er að ræða næstu skref #metoo innan stjórnmálanna og leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig geta félagasamtök eins og stjórnmálaflokkar beitt sér fyrir því að minnka líkur á því að hvers kyns áreiti sé liðið?
  • Í hvaða farveg er eðlilegt að mál sem tengjast áreiti fari innan stjórnmálaflokka?
Dagskrá fundarins:



Opnunarávarp

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Metoo í skugga valdsins

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins

Hvar liggja mörkin?

Valdís Ösp Ívarsdóttir, fíknifræðingur

Óskrifaðar reglur í samskiptum

Salvör Nordal, umboðsmaður barna

Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábygð

Gestur Pálmason, markþjálfi

Metoo - hvað svo

Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdarstjóri Jafnréttisstofu

Pallborð og umræður

Fundastjóri, Kolbrún Halldórsdóttur fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna.

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar lokar fundinum

Að fundinum standa:

Alþýðufylkingin

Björt Framtíð

Flokkur fólksins

Framsóknarflokkurinn

Miðflokkurinn

Píratar

Samfylkingin

Sjálfstæðisflokkurinn

Viðreisn

Vinstrihreyfingin grænt framboð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×