Náði takmarkinu og grét af gleði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 08:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir segist vera í sjokki yfir því hve vel gekk. Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30