Náði takmarkinu og grét af gleði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 08:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir segist vera í sjokki yfir því hve vel gekk. Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30