Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2018 18:39 Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00
Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15