Dómsmálaráðherra Pennsylvaníuríkis í Bandaríkjunum fullyrðir að leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafi vitað af yfirhylmingu á ásökunum um kynferðislega misnotkun presta á sóknarbörnum. Hundruð presta eru sagðir hafa misnotað börn í Pennsylvaníu undanfarna áratugi.
Ákærudómstóll í Pennsylvaníu birti skýrslu með ásökununum fyrir tveimur vikum. Í henni kom fram að um þrjú hundruð prestar hefðu misnotað fleiri en þúsund börn í sex biskupsdæmum í ríkinu síðustu sjötíu árin. Kaþólskan kirkjan er sögð hafa hylmt yfir með prestunum, haldið leynd yfir þeim og þaggað þau niður.
Josh Shapiro, dómsmálaráðherra Pennsylvaníu, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að hann gæti ekki fullyrt að Frans páfi hafi sjálfur vitað af yfirhylmingunni en að hann hefði vísbendingar um að Páfagarður hafi haft vitneskju um hana.
CNN-fréttastöðin hefur eftir talsmanni Páfagarðs að hann geti ekki tjáð sig um ásakanirnar án þess að vita meira um vísbendingarnar sem Shapiro vísaði til.
Sakar Páfagarð um að hafa vitað af barnaníði presta

Tengdar fréttir

Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu
Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum.

Páfinn tjáir sig ekki
Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar.

Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa
Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans

Páfi lofar því að kirkjan hylmi ekki lengur yfir með níðingum
Í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki óskar hann eftir liðsinnis þess til að uppræta menningu sem hefur þaggað niður kynferðisbrot innan kirkjunnar.

Um þrjú hundruð kaþólskir prestar í Pennsylvaníu sakaðir um barnaníð
Niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar á kynferðisbrotum kaþólskra presta í Pennsylvaníu var kynnt í dag.