Járnofhleðsla dulinn sjúkdómur sem liggur í ættum á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 12:41 Teitur Guðmundsson læknir segir sjúkdóminn geta verið dulinn lengi áður en sjúklingar greinast með hann. Vísir Járnofhleðsla, ættgengur sjúkdómur sem getur m.a. valdið skorpulifur og sykursýki, er algengari á norðurhveli jarðar en annars staðar í heiminum, að sögn Teits Guðmundssonar, læknis. Sjúkdómurinn liggur í nokkrum ættum hér á landi og skrifa sjúklingar einkenni hans gjarnan á aðrar orsakir í fyrstu. Teitur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar einkenni járnofhleðslu, orsakir sjúkdómsins og meðferð við honum.Algengast að hann komi fram á miðjum aldri „Þetta er ættgengur sjúkdómur sem er í raun og veru töluvert algengari á norðurhveli jarðar og er algengari líka í körlum en konum. Hann kemur oft fram seinni part ævinnar, upp úr miðjum aldri, 50, 60 ára,“ segir Teitur. „Hann getur verið dulinn dálítið lengi og ekki fundist því að einkenni geta verið margvísleg og menn átta sig kannski ekki beint á því að þetta geti verið orsökin. Það er ekki hægt að greina þennan sjúkdóm nema með því að taka ákveðna tegund af blóðprufu.“ Teitur segir tíðni sjúkdómsins tiltölulega háa meðal Íslendinga og þá liggi hann í ákveðnum ættum hér á landi. Erfa þarf genastökkbreytinguna frá báðum foreldrum til að þróa með sér sjúkdóminn, að sögn Teits. „Í grunninn er þetta þannig að með þessum galla, eða þessu geni sem menn bera, er líkaminn líklegri til að hlaða upp járni. Þetta járn hleðst þá upp í líffærum, í liðum, í hjarta, í brisi og í lifur og hefur áhrif á þessi líffærakerfi.“ Ekki hægt að fá sjúkdóminn með ofinntöku af vítamínum Sjúkdómurinn getur til að mynda valdið skorpulifur ef járnofhleðsla verður í lifur, og/eða sykursýki, hlaðist járnið upp í brisi. Þá eru fyrstu einkenni oft lítilvæg, að sögn Teits, en þau geta verið slappleiki, þreyta, liðverkir, litabreytingar á húð og kviðverkir yfir lifrarstað, svo eitthvað sé nefnt. Einkennin eru þess eðlis að oft skrifa sjúklingar þau á aðrar orsakir. Aðspurður segir Teitur að ekki sé hægt að fá sjúkdóminn með ofinntöku af járni heldur aðeins með umræddri genastökkbreytingu. Engin lækning er til við járnofhleðslu en sjúkdómurinn er tæklaður með ákveðnum leiðum. „Annars vegar að losa þig við blóð eða að gefa þér lyf sem passa það að þú sért ekki með svo mikið járn í blóði. Í þriðja lagi er það svo lífsstíll, matarræði og næring,“ segir Teitur en fyrsta leiðin er algengasta meðferðin. „Þegar búið er að greina þig þá er verið að taka í raun og veru hálfan líter af blóði einu sinni í viku í ákveðinn tíma. Svo endar það í blóðtöku á nokkurra mánaða fresti, en þetta getur verið mjög mismunandi og mjög einstaklingsbundið.“Viðtalið við Teit má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Járnofhleðsla, ættgengur sjúkdómur sem getur m.a. valdið skorpulifur og sykursýki, er algengari á norðurhveli jarðar en annars staðar í heiminum, að sögn Teits Guðmundssonar, læknis. Sjúkdómurinn liggur í nokkrum ættum hér á landi og skrifa sjúklingar einkenni hans gjarnan á aðrar orsakir í fyrstu. Teitur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar einkenni járnofhleðslu, orsakir sjúkdómsins og meðferð við honum.Algengast að hann komi fram á miðjum aldri „Þetta er ættgengur sjúkdómur sem er í raun og veru töluvert algengari á norðurhveli jarðar og er algengari líka í körlum en konum. Hann kemur oft fram seinni part ævinnar, upp úr miðjum aldri, 50, 60 ára,“ segir Teitur. „Hann getur verið dulinn dálítið lengi og ekki fundist því að einkenni geta verið margvísleg og menn átta sig kannski ekki beint á því að þetta geti verið orsökin. Það er ekki hægt að greina þennan sjúkdóm nema með því að taka ákveðna tegund af blóðprufu.“ Teitur segir tíðni sjúkdómsins tiltölulega háa meðal Íslendinga og þá liggi hann í ákveðnum ættum hér á landi. Erfa þarf genastökkbreytinguna frá báðum foreldrum til að þróa með sér sjúkdóminn, að sögn Teits. „Í grunninn er þetta þannig að með þessum galla, eða þessu geni sem menn bera, er líkaminn líklegri til að hlaða upp járni. Þetta járn hleðst þá upp í líffærum, í liðum, í hjarta, í brisi og í lifur og hefur áhrif á þessi líffærakerfi.“ Ekki hægt að fá sjúkdóminn með ofinntöku af vítamínum Sjúkdómurinn getur til að mynda valdið skorpulifur ef járnofhleðsla verður í lifur, og/eða sykursýki, hlaðist járnið upp í brisi. Þá eru fyrstu einkenni oft lítilvæg, að sögn Teits, en þau geta verið slappleiki, þreyta, liðverkir, litabreytingar á húð og kviðverkir yfir lifrarstað, svo eitthvað sé nefnt. Einkennin eru þess eðlis að oft skrifa sjúklingar þau á aðrar orsakir. Aðspurður segir Teitur að ekki sé hægt að fá sjúkdóminn með ofinntöku af járni heldur aðeins með umræddri genastökkbreytingu. Engin lækning er til við járnofhleðslu en sjúkdómurinn er tæklaður með ákveðnum leiðum. „Annars vegar að losa þig við blóð eða að gefa þér lyf sem passa það að þú sért ekki með svo mikið járn í blóði. Í þriðja lagi er það svo lífsstíll, matarræði og næring,“ segir Teitur en fyrsta leiðin er algengasta meðferðin. „Þegar búið er að greina þig þá er verið að taka í raun og veru hálfan líter af blóði einu sinni í viku í ákveðinn tíma. Svo endar það í blóðtöku á nokkurra mánaða fresti, en þetta getur verið mjög mismunandi og mjög einstaklingsbundið.“Viðtalið við Teit má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira