Enski boltinn

Neville vill halda Mourinho á Old Trafford | Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho tók við Manchester United árið 2016
Jose Mourinho tók við Manchester United árið 2016 Vísir/Getty
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, segir að United eigi ekki að íhuga að reka Jose Mourinho fyrr en tímabilinu líkur.

United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni. Tap gegn Tottenham á heimavelli í gær þýddi að liðið er aðeins með þrjú stig eftir þrjár umferðir og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar.

Mourinho hefur verið mikið í fyrirsögnum blaðanna undan farnar vikur og ef marka má orð ensku pressunnar er allt í ólagi innan veggja Old Trafford. Neville vill samt ekki sjá United reka Portúgalann á miðju tímabili.

„Við sáum United reka Louis van Gaal eftir að hafa unnið bikarkeppnina. David Moyes var rekinn með fjóra leiki eftir af tímabilinu svo United hagar sér ekki lengur eins og félagið hefur gert í sögunni,“ sagði Neville eftir leikinn í gær.

„Ég veit að þetta eru breyttir tímar, en mitt álit er það að Ed Woodward gaf Mourinho nýjan samning á síðasta tímabili og hann þarf að klára þann samning og verkefnið sem honum var falið að vinna.“

„Það er ekki hægt að halda endalaust áfram að skipta um stjóra. Nú er tíminn fyrir Manchester United til að leysa úr sínum málum, ef það eru einhver vandamál innan félagsins. Því félagið er stærra en einstaklingurinn,“ sagði Gary Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×