Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 16:04 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á þingi í dag þar sem hann kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. Þá gagnrýndu þingmenn einnig dagskrá þingsins og kölluðu til að mynda eftir því að þingmannamál kæmust á dagskrá. Stutt er eftir af núverandi þingi og voru aðeins tvö mál á dagskránni í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hóf umræðuna. Sagði hann að í dag hefðu þingmenn fengið svar við fyrirspurn sem lögð var fram þann 20. Febrúar síðastliðinn um fullnustueignir seldar í eigu Íbúðalánasjóðs. Sagði Þorsteinn að svarið væri fátæklegt: „Þar er ekki að finna upplýsingar um þá sem keyptu, hvorki einstaklinga né fyrirtæki, eins og fyrirspurnin hafði gert ráð fyrir. Í svarinu segir, með leyfi forseta: „Varðandi nánari tilgreiningu á kaupendum er nú unnið að því að afla álits Persónuverndar.“ Núna, í maí. Fyrirspurnin var lögð fram 20. febrúar sl. Hvað hafa menn í ráðuneytinu verið að gera allan þennan tíma? Ef vafi lék á um þetta, af hverju í ósköpunum var ekki búið að ganga úr skugga um hvort Persónuvernd þurfti að koma til skjalanna hér eða ekki? Hér er um að ræða upplýsingar sem er þinglýst hjá sýslumönnum. Þetta eru opinberar upplýsingar. Hér er um að ræða eignir sem er verið að selja sem ríkið á, sem Íbúðalánasjóður átti. Hvers vegna þessa leynd? Hvaða persónur er verið að vernda?“ sagði Þorsteinn.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði það ekki ýta undir vegsemd og virðingu þingsins þegar ráðherrar svari fyrirspurnum seint og jafnvel illa.Vísir/HannaMinnti á stjórnarsáttmálann Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kom einnig í pontu og kvaðst hafa beðið í rúma þrjá mánuði eftir svari frá fjármála-og efnahagsráðherra, Bjarna Benediktssyni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, minnti á stjórnarsáttmálann: „Það á að ýta undir veg og vegsemd og virðingu þingsins og það er ekki verið að gera það með þessu háttalagi ríkisstjórnarinnar þar sem ráðherrar svara seint og jafnvel illa og sumir hverjir aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom einnig í ræðustól og sagði að sér þætti mikilvægt að þessi staða yrði rædd í forsætisnefnd þingsins. „Mér finnst þó rétt að minna á að á þessu þingi hafa komið fram 316 fyrirspurnir til skriflegs svars sem er vafalaust töluvert meiri fjöldi en við höfum séð á fyrri þingum. Af þeim hefur 206 verið svarað, ég sé það nú hér á því sem hefur verið útbýtt hér, að hér eru að minnsta kosti 30 svör frá ráðherrum og af því að hér kvarta þingmenn undan skorti á dagskrárefni þá liggja hér inni nokkrar fyrirspurnir til munnlegs svars á þá sem hér stendur. Ég bauðst til að vera hér og svara þeim en háttvirtir þingmenn voru því miður uppteknir og gátu ekki mætt. Ég vonast til að við náum þeim fyrirspurnatíma á næsta mánudag. Að sjálfsögðu þurfa þingmenn líka stundum að vera annars staðar en mér finnst bara mikilvægt að bera af þær sakir að ráðherrar hafi ekki verið reiðubúnir að mæta hér og svara fyrirspurnum,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.vísir/vilhelmSagði að líklega hefðu aldrei komið fram jafn margar jafn nákvæmar fyrirspurnir og nú Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kom einnig í ræðustól og gerði að umtalsefni mikinn fjölda fyrirspurna frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Hann tók undir með Katrínu að líklega hefðu aldrei komið fram jafn margar fyrirspurnir frá þinginu til stjórnarráðsins og nú. Þá sagði hann jafnframt að líklega hefðu aldrei komið fram jafn margar jafn viðamiklar og nákvæmar fyrirspurnir og á yfirstandandi þingi. „Eins og til dæmis, bara svo tekið sé dæmi af hendingu, frá háttvirtum þingmanni Birni Leví Gunnarssyni sem að mér sýnist að sé við það að slá met í framlagningu fyrirspurna um störf þingmanna á vegum framkvæmdavaldsins þar sem spurt er tíu ár aftur í tímann um alla þingmenn sem setið hafa á Alþingi, um allar nefndir sem þeir hafa setið í, hvaða afurð hafi komið út úr öllum þeim nefndum allra þingmanna síðastliðin tíu ár, hvernig hafi verið háttað greiðslum til þeirra, hvað menn ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið fyrir hverja einustu nefnd tíu ár aftur í tímann. Er einhver hér í salnum sammála mér um að þetta er auðvitað komið út í tóma þvælu?“ sagði Bjarni.Björn Leví Gunnarsson.Vísir/ernir„Rosalega áhugavert þegar ráðherrar kvarta undan fyrirspurnum“ Björn Leví kom á eftir Bjarna upp í pontu og sagði að sér þætti áhugavert þegar ráðherrar kvarta undan fyrirspurnum. „Það er rosalega áhugavert þegar ráðherrar kvarta undan fyrirspurnum. En það er ósatt sem hefur verið sagt hér. Það er einfaldlega þannig að á 144. þingi var heildarfjöldi fyrirspurna 356, bara til að hafa það á hreinu, sem sagt fleiri en núna. Mjög margar af þeim fyrirspurnum sem hafa verið lagðar fram á þessu þingi eru afrit af sömu fyrirspurn, sem sagt ein fyrirspurn lögð fyrir marga ráðherra. Þær telja í raun rúmlega tífalt, fyrirspurnum sem eru undir fækkar við það. Það er mismunandi hvernig vinnuálagið dreifist á þær fyrirspurnir, vissulega, en svör við mörgum af þeim sem ég hef fengið eru einfalt afrit af fyrstu fyrirspurninni. Það hefur verið hægt að samnýta vinnuna við að svara þeim fyrirspurnum,“ sagði Björn Leví. Alþingi Tengdar fréttir Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Björn Leví eini þingmaðurinn sem hefur spurt út í starfskostnað Þingmaðurinn segir andann á kaffistofunni ágætan. 10. apríl 2018 17:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. Þá gagnrýndu þingmenn einnig dagskrá þingsins og kölluðu til að mynda eftir því að þingmannamál kæmust á dagskrá. Stutt er eftir af núverandi þingi og voru aðeins tvö mál á dagskránni í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hóf umræðuna. Sagði hann að í dag hefðu þingmenn fengið svar við fyrirspurn sem lögð var fram þann 20. Febrúar síðastliðinn um fullnustueignir seldar í eigu Íbúðalánasjóðs. Sagði Þorsteinn að svarið væri fátæklegt: „Þar er ekki að finna upplýsingar um þá sem keyptu, hvorki einstaklinga né fyrirtæki, eins og fyrirspurnin hafði gert ráð fyrir. Í svarinu segir, með leyfi forseta: „Varðandi nánari tilgreiningu á kaupendum er nú unnið að því að afla álits Persónuverndar.“ Núna, í maí. Fyrirspurnin var lögð fram 20. febrúar sl. Hvað hafa menn í ráðuneytinu verið að gera allan þennan tíma? Ef vafi lék á um þetta, af hverju í ósköpunum var ekki búið að ganga úr skugga um hvort Persónuvernd þurfti að koma til skjalanna hér eða ekki? Hér er um að ræða upplýsingar sem er þinglýst hjá sýslumönnum. Þetta eru opinberar upplýsingar. Hér er um að ræða eignir sem er verið að selja sem ríkið á, sem Íbúðalánasjóður átti. Hvers vegna þessa leynd? Hvaða persónur er verið að vernda?“ sagði Þorsteinn.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði það ekki ýta undir vegsemd og virðingu þingsins þegar ráðherrar svari fyrirspurnum seint og jafnvel illa.Vísir/HannaMinnti á stjórnarsáttmálann Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kom einnig í pontu og kvaðst hafa beðið í rúma þrjá mánuði eftir svari frá fjármála-og efnahagsráðherra, Bjarna Benediktssyni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, minnti á stjórnarsáttmálann: „Það á að ýta undir veg og vegsemd og virðingu þingsins og það er ekki verið að gera það með þessu háttalagi ríkisstjórnarinnar þar sem ráðherrar svara seint og jafnvel illa og sumir hverjir aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom einnig í ræðustól og sagði að sér þætti mikilvægt að þessi staða yrði rædd í forsætisnefnd þingsins. „Mér finnst þó rétt að minna á að á þessu þingi hafa komið fram 316 fyrirspurnir til skriflegs svars sem er vafalaust töluvert meiri fjöldi en við höfum séð á fyrri þingum. Af þeim hefur 206 verið svarað, ég sé það nú hér á því sem hefur verið útbýtt hér, að hér eru að minnsta kosti 30 svör frá ráðherrum og af því að hér kvarta þingmenn undan skorti á dagskrárefni þá liggja hér inni nokkrar fyrirspurnir til munnlegs svars á þá sem hér stendur. Ég bauðst til að vera hér og svara þeim en háttvirtir þingmenn voru því miður uppteknir og gátu ekki mætt. Ég vonast til að við náum þeim fyrirspurnatíma á næsta mánudag. Að sjálfsögðu þurfa þingmenn líka stundum að vera annars staðar en mér finnst bara mikilvægt að bera af þær sakir að ráðherrar hafi ekki verið reiðubúnir að mæta hér og svara fyrirspurnum,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.vísir/vilhelmSagði að líklega hefðu aldrei komið fram jafn margar jafn nákvæmar fyrirspurnir og nú Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kom einnig í ræðustól og gerði að umtalsefni mikinn fjölda fyrirspurna frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Hann tók undir með Katrínu að líklega hefðu aldrei komið fram jafn margar fyrirspurnir frá þinginu til stjórnarráðsins og nú. Þá sagði hann jafnframt að líklega hefðu aldrei komið fram jafn margar jafn viðamiklar og nákvæmar fyrirspurnir og á yfirstandandi þingi. „Eins og til dæmis, bara svo tekið sé dæmi af hendingu, frá háttvirtum þingmanni Birni Leví Gunnarssyni sem að mér sýnist að sé við það að slá met í framlagningu fyrirspurna um störf þingmanna á vegum framkvæmdavaldsins þar sem spurt er tíu ár aftur í tímann um alla þingmenn sem setið hafa á Alþingi, um allar nefndir sem þeir hafa setið í, hvaða afurð hafi komið út úr öllum þeim nefndum allra þingmanna síðastliðin tíu ár, hvernig hafi verið háttað greiðslum til þeirra, hvað menn ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið fyrir hverja einustu nefnd tíu ár aftur í tímann. Er einhver hér í salnum sammála mér um að þetta er auðvitað komið út í tóma þvælu?“ sagði Bjarni.Björn Leví Gunnarsson.Vísir/ernir„Rosalega áhugavert þegar ráðherrar kvarta undan fyrirspurnum“ Björn Leví kom á eftir Bjarna upp í pontu og sagði að sér þætti áhugavert þegar ráðherrar kvarta undan fyrirspurnum. „Það er rosalega áhugavert þegar ráðherrar kvarta undan fyrirspurnum. En það er ósatt sem hefur verið sagt hér. Það er einfaldlega þannig að á 144. þingi var heildarfjöldi fyrirspurna 356, bara til að hafa það á hreinu, sem sagt fleiri en núna. Mjög margar af þeim fyrirspurnum sem hafa verið lagðar fram á þessu þingi eru afrit af sömu fyrirspurn, sem sagt ein fyrirspurn lögð fyrir marga ráðherra. Þær telja í raun rúmlega tífalt, fyrirspurnum sem eru undir fækkar við það. Það er mismunandi hvernig vinnuálagið dreifist á þær fyrirspurnir, vissulega, en svör við mörgum af þeim sem ég hef fengið eru einfalt afrit af fyrstu fyrirspurninni. Það hefur verið hægt að samnýta vinnuna við að svara þeim fyrirspurnum,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Tengdar fréttir Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Björn Leví eini þingmaðurinn sem hefur spurt út í starfskostnað Þingmaðurinn segir andann á kaffistofunni ágætan. 10. apríl 2018 17:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29
Björn Leví eini þingmaðurinn sem hefur spurt út í starfskostnað Þingmaðurinn segir andann á kaffistofunni ágætan. 10. apríl 2018 17:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent