#metoo – hvernig breytum við menningu? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 2. mars 2018 09:43 Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun