Segir hvorki ríki né borg hafa sýnt fram á að þau hafi efni á Borgarlínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2018 16:45 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“ Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“
Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46
Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29