Guðni Th. var nefnilega staddur á Ítalíu sumarið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyjöldina. Ítalir byrjuðu keppnina á Spáni illa en enduðu hana frábærlega með 3-1 sigri á Vestur Þýskalandi í úrslitaleiknum í Madríd.
Mörk ítalska liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Paolo Rossi, Marco Tardelli og Alessandro Altobelli.
Guðni rifjaði upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 þar sem heimamenn sungu til markaskoraranna þriggja þessa ógleymanlegu sumardaga á Ítalíu. Þetta sumar var Guðni Th. fjórtán ára gamall.
Það má sjá Guðna Th. segja frá þessu hér fyrir neðan en ítalski blaðamaðurinn birti þetta á Twitter.
Rossi, Tardelli, Al-to-bel-li!! @PresidentISL has a message and a memory for us #FORZAISLANDA@Gazzetta_it@footballicelandpic.twitter.com/4652L5rjom
— Filippo Conticello (@FilippoCont) May 28, 2018
Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst 1934 og 1938, svo 1982 og síðast á HM í Þýskalandi 2006.
Nú er bara spurning hvort að orð Guðna auki við áhuga Ítala á íslenska landsliðinu og hvort að Ísland verði jafnvel uppáhaldsslið Ítala á heimsmeistaramótinu í sumar.