Hlutföllin að þokast í rétta átt Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Í Reykjavík eru nærri tveir af hverjum þremur borgarfulltrúum konur. Vísir/ernir Fleiri konur en nokkru sinni fyrr náðu kjöri til sveitarstjórna í kosningum helgarinnar. Konur eru nú um 47 prósent sveitarstjórnarmanna en voru um 44 prósent fyrir fjórum árum. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, er að vonum ánægð ef hlutfall kynjanna er að jafnast enn frekar í sveitarstjórnum landsins. „Samkvæmt fyrstu skoðun virðist vera að draga saman með kynjunum en það er afar jákvætt að heildarhlutfallið er að jafnast. Þetta er því að þokast í rétta átt,“ segir Katrín Björg. „Hins vegar munum við fara ítarlega ofan í þessar tölur og skoða hvernig þetta lítur út í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Kynjaskiptingin er auðvitað mismunandi eftir sveitarfélögunum.“ Katrín segir jafna stöðu kynjanna innan sveitarfélaga auðvitað æskilega. „Þó við séum auðvitað ánægð með þetta munum við einnig skoða stöðu sveitarstjóra vítt og breitt um landið. Þar er heilmikið sem þarf að horfa til en einn af hverjum fjórum sveitarstjórum á síðasta kjörtímabili var kona. Það verður að segjast að það hlutfall er ekki eins ákjósanlegt og hlutfall kvenna inni í sveitarstjórnunum sjálfum,“ bætir Katrín Björg við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15 Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Fleiri konur en nokkru sinni fyrr náðu kjöri til sveitarstjórna í kosningum helgarinnar. Konur eru nú um 47 prósent sveitarstjórnarmanna en voru um 44 prósent fyrir fjórum árum. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, er að vonum ánægð ef hlutfall kynjanna er að jafnast enn frekar í sveitarstjórnum landsins. „Samkvæmt fyrstu skoðun virðist vera að draga saman með kynjunum en það er afar jákvætt að heildarhlutfallið er að jafnast. Þetta er því að þokast í rétta átt,“ segir Katrín Björg. „Hins vegar munum við fara ítarlega ofan í þessar tölur og skoða hvernig þetta lítur út í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Kynjaskiptingin er auðvitað mismunandi eftir sveitarfélögunum.“ Katrín segir jafna stöðu kynjanna innan sveitarfélaga auðvitað æskilega. „Þó við séum auðvitað ánægð með þetta munum við einnig skoða stöðu sveitarstjóra vítt og breitt um landið. Þar er heilmikið sem þarf að horfa til en einn af hverjum fjórum sveitarstjórum á síðasta kjörtímabili var kona. Það verður að segjast að það hlutfall er ekki eins ákjósanlegt og hlutfall kvenna inni í sveitarstjórnunum sjálfum,“ bætir Katrín Björg við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15 Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15
Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20
Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25