Sara Björk ekki með á móti Slóveníu: Frá í fimm til sex vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 13:31 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leik gegn Þjóðverjum. vísir/getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? Sjá meira