Innlent

„Það virðast allir vera sammála um að kynfræðsla geri börnunum okkar gott"

Sylvía Hall skrifar
Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir og Heiðrún Fivelstad við afhendingu undirskriftalistans í gær.
Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir og Heiðrún Fivelstad við afhendingu undirskriftalistans í gær.
Verkefnið Sjúk ást hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu vikur, en með átakinu er sjónum beint að andlegu og líkamlegu ofbeldi í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, verkefnastjóri hjá Stígamótum, segist hafa fundið mikinn meðbyr með verkefninu.

„Um leið og þetta fór í loftið þá undirstrikaðist hversu mikil þörf var fyrir þessa samræðu. Það var mjög eðlilegt að þetta átak kæmi í kjölfar átaka eins og #MeToo og einnig með tilkomu Druslugöngunnar, þar sem við erum farin að ræða kynferðisofbeldið og kynferðislegu áreitnina. Núna þurfum við að tala um samskipti í nánum samböndum og hver mörk okkar eru.“

Í gær afhentu svo fulltrúar verkefnisins Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, undirskriftalistana þar sem hátt í 4000 manns skrifuðu undir ákall um betri og bættari kynfræðslu. Við afhendinguna ræddu þau við ráðherra og fulltrúa Menntamálastofnunar um næstu skref.

„Það virðast allir vera sammála um að kynfræðsla geri börnunum okkar gott og nú er bara spurning um að láta verða af þessu.“


Tengdar fréttir

Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna

70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×