Íslenska fótboltalandsliðið á aðeins eftir að spila tvo leiki fyrir HM í Rússlandi í sumar og þeir fara báðir fram á Íslandi.
Vináttulandsleikir við Noreg og Gana munu fara fram á Laugardalsvellinum í byrjun júní.
Knattspyrnusamband Íslands sagði frá því í dag að miðasalan á leikina muni hefjast mánuði fyrir hvorn leik.
Miðasalan á þessa lokaleiki Íslands fyrir HM ættu því að hefjast í byrjun maímánaðar.
Þrjú miðaverð verða í boði á þessa tvo leiki. Það verður hægt að fá miða á 3500 krónur, miða á 5500 krónur og dýrustu miðarnir munu kosta 7500 krónur.
Fimmtíu prósent afsláttur verður í boði fyrir börn. Selt verður á staka leiki og verður því ekki hægt að kaupa miða á báða leiki í einu.
KSÍ segist ætla að birta nánari upplýsingar um miðasöluna verða birtar þegar nær dregur.
Þrjú verð í boði á lokaleiki strákanna okkar fyrir HM í Rússlandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
