Innlent

Hikar ekki við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Maðurinn segist ekki munu hika við að leggja aftur í stæði fyrir hreyfihamlaða.
Maðurinn segist ekki munu hika við að leggja aftur í stæði fyrir hreyfihamlaða.
Fullfrískur ökumaður var staðinn að verki þegar hann lagði í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða einstaklinga um helgina.

Að því er fram kemur í stöðuuppfærslu hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu iðraðist maðurinn einskis vegna brots síns. Hann sagði afskipti lögreglu með öllu óþörf og fullyrti að hreyfihamlaðir ökumenn væru ekki á ferðinni á þessum tíma dags, í hádeginu, án þess þó að hafa nokkuð fyrir sér í þeim efnum.

Eftir að lögreglan hafði dregið fram sektarbókina sagðist ökumaðurinn ekki hika við að leggja aftur í stæði fyrir hreyfihamlaða einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×