Vilja fá Íslendinga til Noregs í víkinganám Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2018 08:00 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur heimsótt skólann til að kynna sér námið. Tormod Flatebo, ljósmyndari Fjordabladet, tók mynd af henni. Fjórtán nemendur á víkingalínu í lýðháskóla í Nordfjordeid í Noregi koma hingað til Íslands á morgun í tengslum við nám sitt. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir íslenskra víkinga. „Við erum með hóp í víkinganámi. Þeir læra stálsmíði, leðurvinnu og að útbúa föt og mat að hætti víkinganna. Svo læra þeir að sigla víkingaskipi og svo framvegis,“ segir Stig Myren, sérfræðingur í víkingafræðum og kennari í náminu. Hann segir að í náminu sé sjónum beint að því sem vitað er um víkingaöldina og hvernig sýn manna á víkingana hefur breyst yfir tímann, meðal annars vegna sjónvarpsins. Stig segir að hópurinn verði hér á landi í eina viku, en þetta er í annað skipti sem nemendur í þessu námi fara til Íslands.Stig G. Myren, sérfræðingur í víkingafræðum.Stig segir að hluti af náminu sé reiðkennsla og að nokkrir nemendanna hyggist fara á hestbak hér. Svo stefna nemendurnir líka á að kynna sér glímu á Íslandi. Stig segir þó að það hafi reynst mjög erfitt að finna glímuiðkendur sem geti tekið á móti þeim. Íslendingurinn Marta Eiríksdóttir býr í Nordfjordeid Noregi, þar sem lýðháskólinn er og kennir jóga einu sinni í viku. Hún segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á sögu landnámsmannanna norsku sem sigldu til Íslands og hún hafi verið beðin um að segja þá sögu oftar en einu sinni. „Ísland er eins og Mekka er fyrir múslima. Þetta er landið sem varðveitt hefur tungumálið forna, dýrategundirnar eins og íslenska hestinn, landnámshænur og fleira vegna mjög strangra krafa yfirvalda um verndun íslenskrar náttúru,“ segir Marta. Marta segir að skólanum sé umhugað um að fá Íslendinga í námið og hvetur þá sem gætu haft áhuga á náminu að kynna sér það betur. „Ég held að það þurfi að hrista aðeins upp í Íslendingum, að þeir átti sig aðeins á því hvaðan við komum. Við erum ekki Ameríkanar og við erum ekki Danir. Við erum Norðmenn. Það þarf að dusta rykið af þessu og það er verið að gera það í þessum litla bæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Norðurlönd Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Fjórtán nemendur á víkingalínu í lýðháskóla í Nordfjordeid í Noregi koma hingað til Íslands á morgun í tengslum við nám sitt. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir íslenskra víkinga. „Við erum með hóp í víkinganámi. Þeir læra stálsmíði, leðurvinnu og að útbúa föt og mat að hætti víkinganna. Svo læra þeir að sigla víkingaskipi og svo framvegis,“ segir Stig Myren, sérfræðingur í víkingafræðum og kennari í náminu. Hann segir að í náminu sé sjónum beint að því sem vitað er um víkingaöldina og hvernig sýn manna á víkingana hefur breyst yfir tímann, meðal annars vegna sjónvarpsins. Stig segir að hópurinn verði hér á landi í eina viku, en þetta er í annað skipti sem nemendur í þessu námi fara til Íslands.Stig G. Myren, sérfræðingur í víkingafræðum.Stig segir að hluti af náminu sé reiðkennsla og að nokkrir nemendanna hyggist fara á hestbak hér. Svo stefna nemendurnir líka á að kynna sér glímu á Íslandi. Stig segir þó að það hafi reynst mjög erfitt að finna glímuiðkendur sem geti tekið á móti þeim. Íslendingurinn Marta Eiríksdóttir býr í Nordfjordeid Noregi, þar sem lýðháskólinn er og kennir jóga einu sinni í viku. Hún segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á sögu landnámsmannanna norsku sem sigldu til Íslands og hún hafi verið beðin um að segja þá sögu oftar en einu sinni. „Ísland er eins og Mekka er fyrir múslima. Þetta er landið sem varðveitt hefur tungumálið forna, dýrategundirnar eins og íslenska hestinn, landnámshænur og fleira vegna mjög strangra krafa yfirvalda um verndun íslenskrar náttúru,“ segir Marta. Marta segir að skólanum sé umhugað um að fá Íslendinga í námið og hvetur þá sem gætu haft áhuga á náminu að kynna sér það betur. „Ég held að það þurfi að hrista aðeins upp í Íslendingum, að þeir átti sig aðeins á því hvaðan við komum. Við erum ekki Ameríkanar og við erum ekki Danir. Við erum Norðmenn. Það þarf að dusta rykið af þessu og það er verið að gera það í þessum litla bæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Norðurlönd Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira