Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Höskuldur Kári Schram skrifar 3. apríl 2018 18:45 Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra verði falið að gera skýrslu um málið og er þá vísað til skýrslu sem Norðmenn létu gera um EES-samninginn í byrjun þessa áratugar. Sú skýrsla vakti mikla athygli en helstu niðurstöðu hennar voru að EES samningurinn hafi falið í sér meira framsal á fullveldi en innganga í Evrópusambandið. Samningurinn hafi þó haft jákvæð áhrif á norskt efnahagslíf. Það er Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins sem óskar eftir skýrslunni en með honum eru flokkssystkini hans og þingmenn úr Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólafur segir eðlilegt að Íslendingar leggi mat á stöðuna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. „Evrópumálin eru á fleygiferð eins og allir þekkja. Við sjáum Brexit, við sjáum að núna er komið upp stórmál varðandi raforkumálin á vettvangi Evrópusambandsins. Norðmenn þekkja það mjög vel og síðan mætti áfram telja,“ segir Ólafur. Hann segir að ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif. „En það þýðir ekki það að við eigum ekki að vega og meta árangurinn af þessu starfi. Meta kosti og galla eins og það er orðað ekki síst með tilliti til framtíðar. Ég ítreka og undirstrika þá miklu hagsmuni sem við eigum að gæta gagnvart Evrópu þannig að ég tel að þessi tillaga sé ákaflega tímabær,“ segir Ólafur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra verði falið að gera skýrslu um málið og er þá vísað til skýrslu sem Norðmenn létu gera um EES-samninginn í byrjun þessa áratugar. Sú skýrsla vakti mikla athygli en helstu niðurstöðu hennar voru að EES samningurinn hafi falið í sér meira framsal á fullveldi en innganga í Evrópusambandið. Samningurinn hafi þó haft jákvæð áhrif á norskt efnahagslíf. Það er Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins sem óskar eftir skýrslunni en með honum eru flokkssystkini hans og þingmenn úr Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólafur segir eðlilegt að Íslendingar leggi mat á stöðuna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. „Evrópumálin eru á fleygiferð eins og allir þekkja. Við sjáum Brexit, við sjáum að núna er komið upp stórmál varðandi raforkumálin á vettvangi Evrópusambandsins. Norðmenn þekkja það mjög vel og síðan mætti áfram telja,“ segir Ólafur. Hann segir að ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif. „En það þýðir ekki það að við eigum ekki að vega og meta árangurinn af þessu starfi. Meta kosti og galla eins og það er orðað ekki síst með tilliti til framtíðar. Ég ítreka og undirstrika þá miklu hagsmuni sem við eigum að gæta gagnvart Evrópu þannig að ég tel að þessi tillaga sé ákaflega tímabær,“ segir Ólafur
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira