Ástæðan fyrir því að andstæðingarnir í D2: The Mighty Ducks voru íslenskir Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 19:00 Mörgum Íslendingum er hlýtt til Andanna miklu þrátt fyrir hvernig íslenska liðið var sýnt í myndinni. Vísir / AFP The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira