Konur á Evrópumótaröðinni verða að vinna hlutastarf til að eiga í sig og á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2018 10:30 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi. LET/Tristan Jones Melissa Reid, einn fremsti kylfingur Englands, hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún segir meðal annars að kylfingar sem hún hefur spilað með undanfarin ár hafi margir þurft að vinna hlutastarf með íþrótt sinni til að eiga í sig og á. Evrópumótaröðin í golfi stendur aðeins fyrir fimmtán mótum þetta tímabilið, mun færri en LPGA-mótaröðin í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta í heimi. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar með þátttökurétt á Evrópumótaröðinni en Ólafía Þórunn keppir fyrst og fremst á LPGA-mótaröðinni. Hún hafnaði í 53. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar í fyrra og vann sér inn þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Hún þurfti þó, eins og allir aðrir, að borga sinn eigin ferðakostnað og uppihald. Það kostar skildinginn enda spilað í Ástralíu, Suður-Afríku, Marokkó og auðvitað í Evrópu. Til samanburðar má nefna að Ólafía Þórunn fékk 22,5 milljónir króna í verðlaunfé á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hún hafnaði í 74. sæti LPGA-peningalistans.Mótalisti Evrópumótaraðarinnar í ár.Valdís Þóra er nú í nítjánda sæti peningalistans með 2,2 milljónir króna í verðlaunafé. Hún er í 21. sæti stigalista LET en hún hefur tekið þátt í öllum sex mótum ársins til þessa. Reid ræðir málið í The Cut, hlaðvarpi BBC um golf, og segir stöðuna alvarlega. „Það er nánast ómögulegt að lifa eingöngu af því að spila á LET [Evrópumótaröðinni],“ segir hún. „Margir vina minna, sem ég hef spilað með síðustu tólf árin, hafa þurft að vinna hlutastarf meðfram golfinu. Golf á að vera sú íþrótt sem skapar konum næstmestar tekjur af öllum íþróttum,“ segir hún og veltir því upp hvernig afrekskylfingar eiga að ná sínu besta fram þegar þær geta ekki einbeitt sér fyllilega að íþróttinni. Reid hefur svo miklar áhyggjur af Evrópumótaröðinni að hún telur að hún muni líða fljótt undir lok ef engu verður breytt. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Melissa Reid, einn fremsti kylfingur Englands, hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún segir meðal annars að kylfingar sem hún hefur spilað með undanfarin ár hafi margir þurft að vinna hlutastarf með íþrótt sinni til að eiga í sig og á. Evrópumótaröðin í golfi stendur aðeins fyrir fimmtán mótum þetta tímabilið, mun færri en LPGA-mótaröðin í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta í heimi. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar með þátttökurétt á Evrópumótaröðinni en Ólafía Þórunn keppir fyrst og fremst á LPGA-mótaröðinni. Hún hafnaði í 53. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar í fyrra og vann sér inn þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Hún þurfti þó, eins og allir aðrir, að borga sinn eigin ferðakostnað og uppihald. Það kostar skildinginn enda spilað í Ástralíu, Suður-Afríku, Marokkó og auðvitað í Evrópu. Til samanburðar má nefna að Ólafía Þórunn fékk 22,5 milljónir króna í verðlaunfé á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hún hafnaði í 74. sæti LPGA-peningalistans.Mótalisti Evrópumótaraðarinnar í ár.Valdís Þóra er nú í nítjánda sæti peningalistans með 2,2 milljónir króna í verðlaunafé. Hún er í 21. sæti stigalista LET en hún hefur tekið þátt í öllum sex mótum ársins til þessa. Reid ræðir málið í The Cut, hlaðvarpi BBC um golf, og segir stöðuna alvarlega. „Það er nánast ómögulegt að lifa eingöngu af því að spila á LET [Evrópumótaröðinni],“ segir hún. „Margir vina minna, sem ég hef spilað með síðustu tólf árin, hafa þurft að vinna hlutastarf meðfram golfinu. Golf á að vera sú íþrótt sem skapar konum næstmestar tekjur af öllum íþróttum,“ segir hún og veltir því upp hvernig afrekskylfingar eiga að ná sínu besta fram þegar þær geta ekki einbeitt sér fyllilega að íþróttinni. Reid hefur svo miklar áhyggjur af Evrópumótaröðinni að hún telur að hún muni líða fljótt undir lok ef engu verður breytt.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira