Heimvísun Landsréttar vekur upp spurningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:45 Svo virðist sem um stefnubreytingu sé að ræða varðandi stefnubirtingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent