Innlent

Skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks.
Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Aðsend mynd
Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks.

Fréttastofa New York Times hefur undir höndum minnisblað frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum en þar segir að lagalegri skilgreiningu kyns verði breytt með þeim hætti að allir þegnar landsins muni teljast til þess kyns sem kynferði þeirra gefa til kynna við fæðingu og ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana.

Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda fólks en varlega áætlað er talið að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna.

Í yfirlýsingu félagasamtakanna segir að fyrirætlanirnar endurspegli hvort tveggja í senn skort á vísinda-og söguþekkingu og djúpstæða fyrirlitningu í garð trans og intersex fólks.

Yrði gríðarlegt bakslag í baráttunni

„Sú hugmynd að skipta megi mannkyninu í tvo fullkomlega einsleita líffræðilega flokka, karla og konur, er ofureinföldun sem kannski hentar ágætlega til líffræðikennslu í grunnskólum. Hún fangar þó engan veginn hinn margslungna veruleika líffræðilegs kyns. Í krafti þessarar einföldunar hefur intersex fólk verið afmáð af spjöldum sögunnar og sætt grófum mannréttindabrotum, oft af hálfu opinberra stofnana, sem eru fyrst nú að koma í ljós. Tillaga heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna væri gríðarlegt bakslag í mannréttindabaráttu intersex fólks og enn ein tilraun yfirvalda til að afmá tilvist þeirra.“

 

Tilvist trans- og intersex fólks verður ekki afmáð

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að tilvist transfólks og intersexfólks verði aldrei afmáð með pennastriki, hún er óyggjandi veruleiki.

„Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er ritað að allir menn séu „skapaðir jafnir og frjálsir, og að af jafnri sköpun þeirra leiði ásköpuð óafsalanleg réttindi, þar á meðal réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar“. Spurningin sem Bandaríkin standa nú frammi fyrir er: Ætla þau að standa vörð um þessi réttindi allra borgara sinna – eða troða á þeim?“ er sagt í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×