Guðjón gerir upp Indlandsævintýrið: Ein sending gat glatt 40.000 áhorfendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2018 14:15 Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, kom heim frá Indlandi aðfaranótt þriðjudags eftir nokkurra vikna dvöl þar í landi þar sem að hann spilaði með Kerala Blaster á lokasprettinum í indversku úrvalsdeildinni. Liðið þjálfar David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, og aðstoðarmaður hans er Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði sem fékk James hingað til lands í mark ÍBV fyrir fimm árum síðan. Guðjón getur ekki talað nógu vel um veruna á Indlandi og upplifunina af þessu ævintýri með Blasters-liðinu, en Garðbæingurinn skoraði eitt mark í sex leikjum fyrir liðið sem rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. „Í einu orði sagt var þetta frábært. Þetta var öðruvísi en allt annað sem maður hefur upplifað. Það er smá sjokk að koma þarna og upplifa þetta. Til dæmis þá sleppti ég ekki símanum fyrstu dagana því maður var kannski að keyra og sá fíl öðru megin og kýr gangandi um götur,“ segir Guðjón. „Það tók smá tíma að venjast menningunni og hitanum en hvað varðar reynsluna og upplifunina þá er þetta það skemmtilegasta sem að ég hef gert.“Guðjón fagnar markinu sem hann skoraði fyrir Kerala Blasters.ISlFór út án keppnisleyfis Guðjón hefur áður verið í atvinnumennsku en þá í „hefðbundnari“ deildum eins og í Svíþjóð og í Danmörku. Hann kom heim frá Danmörku árið 2016 og bjóst ekki við því að fara aftur út, en þá kom símtal frá Hermanni Hreiðarssyni. „Þegar að þú ert kominn á minn aldur (32 ára) ertu hættur að hugsa um atvinnumennsku í útlöndum. Þegar að Hemmi hringdi í mig var ég í vinnunni. Ég hélt fyrst að hann væri að hringja í mig eitthvað vinnutengt en svo spurði hann mig hvort það væri möguleika að fá mig út,“ segir Guðjón. „Ég svaraði því játandi. Ég var klárlega til í þetta ef að Stjarnan og að allir væru ánægðir með þetta myndi ég stökkva á tækifærið. Þetta gekk upp og ég stökk út án þess að það væri staðfest að ég fengi leyfi. Í versta falli var þetta helgarferð til Indlands en þetta gekk eftir.“ Guðjón segir að fótboltinn sem slíkur, allavega á æfingum, hafi ekki verið neitt svakalega frábrugðinn öðru sem hann hefur upplifað en það er allt í kringum leikina sem er svo allt annað og að mörgu leyti skemmtilegra. „David James og Hermann stýra þessu þannig að það var íslenskt-enskt þema á æfingunum. Það var ekkert erfitt að venjast því þannig lagað séð,“ segir Guðjón.Jákvæðir áhorfendur „Menningin í kringum fótboltann þarna er samt allt öðruvísi en maður hefur vanist. Það eru allir rosalega jákvæðir og glaðir og klappa fyrir öllu. Það er alveg sama þó að við gerðum markalaust jafntefli þá varð allt bilað. Ein flott sending og allt varð vitlaust. Það var rosalega skemmtilegt.“ „Þegar að þú mætir í leikinn ertu með passa sem þú þarft að sýna þegar að nafnið þitt er kallað upp. Maður þarf þá að mæta og sýna passann og treyjuna til að sanna að þetta sé maður sjálfur. Meira að segja Dimitar Berbatov þurfti að sanna að þetta væri hann. Þetta var rosalega furðulegt,“ segir Guðjón. Stór nöfn eru fengin til liðanna á Indlandi til að auka áhuga almennings en þeir fá töluvert meira greitt en aðrir. Tvær skærustu stjörnur Kerala-liðsins voru Wes Brown og Dimitar Berbatov, fyrrverandi leikmenn Manchester United. Guðjón segir menn jafnmismunandi og þeir eru margir en Brown heillaði hann mikið sem og aðbúnaður leikmanna. „Allir leikmennirnir búa saman á hóteli. Þar eru líka styrktarþjálfarinn og sjúkraþjálfarinn á sömu hæð og maturinn niðri. Maður gat borðað þegar að maður vildi og farið í aðhlynningu þegar að maður vildi. Aðstæðurnar voru alveg upp á tíu og æfingasvæðið líka. Það var rosalega vel hugsað um alla,“ segir Guðjón. „Karakterarnir eru mismunandi í þessu, en Wes Brown var þvílíkt almennilegur. Hann var eiginlega pabbinn í hópnum. Hann var góður við alla og hélt utan um ungu strákana. Berbatov var meira út af fyrir sig. Hann sat einn og borðaði einn og var fremst í flugvélunum. Maður á alveg sögur af þessum köllum en þær eru kannski ekki þannig að maður segir þær með myndavél fyrir framan sig.“Guðjón með Wes Brown og Dimitar Berbatov á leið í leik.einkasafnBerbatov fór í fýlu Dimitar Berbatov var ekki alveg jafnkátur með allt saman eins og Guðjón, en hann var fljótur heim fyrir lokaleikinn þar sem hann átti að byrja á varamannabekknum. Þegar í loftið var komið setti hann mynd af sér á Instagram og drullaði yfir þjálfunaraðferðir David James í færslunni. „Æfingarnar voru mjög flottar og allt í kringum liðið mjög flott hjá Hemma og David. Leikmennirnir töluðu um það sjálfir að þjálfunaraðferðir þeirra voru miklu betri en hjá fyrri þjálfara. Það sást alveg á spilamennsku liðsins og úrslitunum,“ segir Guðjón, en hvað gerðist á milli Berbatov og James? „Það kom upp eitthvað atvik í lokaleiknum þar sem Berbatov var settur á bekkinn. Eitthvað gerðist þar og hann fór bara heim, greinilega í smá fýlu. Meira svo sem veit ég ekki. Þetta var mjög ófagmannlegt hjá honum fannst mér, að bíða þar til hann var kominn upp í flugvél til að senda þessi skilaboð,“ segir Guðjón.Guðjón á góðri stundu með Brown og Berbatov.EinkasafnErfitt að fara út Garðbæingurinn reyndi eins og hann gat að skoða umhverfið og kynnast Indlandi betur en það reyndist leikmönnum þrautinni þyngri að fara út úr húsi. „Eftir á að hyggja hefði ég viljað gera meira af því að skoða landið. Maður hafði ekkert rosalega mikinn tíma vegna þess að það var æfing á morgnanna og aftur eftir hádegi. Maður var svolítið þreyttur. Þetta var svolítið eins og að vera í fimm vikna æfingaferð. En, þegar að maður fékk kannski tveggja daga frí þá fór maður á ströndina eða gerði eitthvað skemmtilegt,“ segir Guðjón. „Það er svo annað í þessu. Maður lítur öðruvísi út en allir aðrir og er því rosalega auðþekkjanlegur. Ef maður fer út er maður eltur. Það hrúgast að þér fólk sem vill fá myndir og áritanir. Við máttum ekkert fara út.“ „Það er öryggisvörður frá deildinni sem fylgir hverju liði. Það þurfti að láta hann vita hvert maður var að fara og hvenær maður myndi koma til baka og staðfesta það. Maður var því ekkert mikið að fara í einhver ferðalög. Ég fór einu sinni á ströndina og ég held að helmingur fólksins þar hafi elt okkur allan tímann og beðið um fötin okkar og fleira. Þeir voru rosalega almennilegir en það var bögg að fara út,“ segir Guðjón.Stuðningsmenn fylgdu rútunni eftir í alla heimaleiki og fylltu göturnar.einkasafnMun sakna fólksins Á meðan Íslendingar voru að berjast við vetrarkuldann hér á landi var hitinn og rakinn svo mikill syðst á Indlandi þar sem Kerala-liðið er staðsett í borginni Kochi að Guðjón gat ekki náð andanum fyrstu vikurnar á æfingum „Það var svo rosalegur munur á því að spila þarna út af hitanum og rakanum. Maður er vanur því að stoppa kannski eftir einhverja spretti og ná andanum en þarna kom ekki sú tilfinning. Ég náði ekki að fylla lungun til að byrja með,“ segir hann. „Það tók tvær til þrjár vikur hreinlega að komast í gegnum æfingarnar án þess að hníga hreinlega niður. Það leið yfir einn í liðinu á æfingu vegna hita. Ég er í betra standi en ég fór út í. Það er klárt mál. Indverska deildin og sú íslenska passa vel saman þannig ef öðrum íslenskum strákum býðst þetta mæli ég með því,“ segir Guðjón, sem þarf nú að stilla sig aftur inn á íslenska undirbúningstímabilið og leiki í Lengjubikarnum. „Ég leit á þetta sem ævintýri sem myndi standa yfir í smá tíma en maður er alltaf með hugann við sitt lið. Maður fer bara beint á æfingu hjá Stjörnunni og dettur í gírinn þar. Þetta var vissulega upplifun og draumur allra leikmanna að spila fyrir framan 40.000 öskrandi stuðningsmenn. Maður finnur ekki betri stemningu og hennar mun ég sakna alveg klárlega þegar að maður fer að spila í Lengjubikarnum,“ segir Guðjón Baldvinsson Allt viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, kom heim frá Indlandi aðfaranótt þriðjudags eftir nokkurra vikna dvöl þar í landi þar sem að hann spilaði með Kerala Blaster á lokasprettinum í indversku úrvalsdeildinni. Liðið þjálfar David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, og aðstoðarmaður hans er Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði sem fékk James hingað til lands í mark ÍBV fyrir fimm árum síðan. Guðjón getur ekki talað nógu vel um veruna á Indlandi og upplifunina af þessu ævintýri með Blasters-liðinu, en Garðbæingurinn skoraði eitt mark í sex leikjum fyrir liðið sem rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. „Í einu orði sagt var þetta frábært. Þetta var öðruvísi en allt annað sem maður hefur upplifað. Það er smá sjokk að koma þarna og upplifa þetta. Til dæmis þá sleppti ég ekki símanum fyrstu dagana því maður var kannski að keyra og sá fíl öðru megin og kýr gangandi um götur,“ segir Guðjón. „Það tók smá tíma að venjast menningunni og hitanum en hvað varðar reynsluna og upplifunina þá er þetta það skemmtilegasta sem að ég hef gert.“Guðjón fagnar markinu sem hann skoraði fyrir Kerala Blasters.ISlFór út án keppnisleyfis Guðjón hefur áður verið í atvinnumennsku en þá í „hefðbundnari“ deildum eins og í Svíþjóð og í Danmörku. Hann kom heim frá Danmörku árið 2016 og bjóst ekki við því að fara aftur út, en þá kom símtal frá Hermanni Hreiðarssyni. „Þegar að þú ert kominn á minn aldur (32 ára) ertu hættur að hugsa um atvinnumennsku í útlöndum. Þegar að Hemmi hringdi í mig var ég í vinnunni. Ég hélt fyrst að hann væri að hringja í mig eitthvað vinnutengt en svo spurði hann mig hvort það væri möguleika að fá mig út,“ segir Guðjón. „Ég svaraði því játandi. Ég var klárlega til í þetta ef að Stjarnan og að allir væru ánægðir með þetta myndi ég stökkva á tækifærið. Þetta gekk upp og ég stökk út án þess að það væri staðfest að ég fengi leyfi. Í versta falli var þetta helgarferð til Indlands en þetta gekk eftir.“ Guðjón segir að fótboltinn sem slíkur, allavega á æfingum, hafi ekki verið neitt svakalega frábrugðinn öðru sem hann hefur upplifað en það er allt í kringum leikina sem er svo allt annað og að mörgu leyti skemmtilegra. „David James og Hermann stýra þessu þannig að það var íslenskt-enskt þema á æfingunum. Það var ekkert erfitt að venjast því þannig lagað séð,“ segir Guðjón.Jákvæðir áhorfendur „Menningin í kringum fótboltann þarna er samt allt öðruvísi en maður hefur vanist. Það eru allir rosalega jákvæðir og glaðir og klappa fyrir öllu. Það er alveg sama þó að við gerðum markalaust jafntefli þá varð allt bilað. Ein flott sending og allt varð vitlaust. Það var rosalega skemmtilegt.“ „Þegar að þú mætir í leikinn ertu með passa sem þú þarft að sýna þegar að nafnið þitt er kallað upp. Maður þarf þá að mæta og sýna passann og treyjuna til að sanna að þetta sé maður sjálfur. Meira að segja Dimitar Berbatov þurfti að sanna að þetta væri hann. Þetta var rosalega furðulegt,“ segir Guðjón. Stór nöfn eru fengin til liðanna á Indlandi til að auka áhuga almennings en þeir fá töluvert meira greitt en aðrir. Tvær skærustu stjörnur Kerala-liðsins voru Wes Brown og Dimitar Berbatov, fyrrverandi leikmenn Manchester United. Guðjón segir menn jafnmismunandi og þeir eru margir en Brown heillaði hann mikið sem og aðbúnaður leikmanna. „Allir leikmennirnir búa saman á hóteli. Þar eru líka styrktarþjálfarinn og sjúkraþjálfarinn á sömu hæð og maturinn niðri. Maður gat borðað þegar að maður vildi og farið í aðhlynningu þegar að maður vildi. Aðstæðurnar voru alveg upp á tíu og æfingasvæðið líka. Það var rosalega vel hugsað um alla,“ segir Guðjón. „Karakterarnir eru mismunandi í þessu, en Wes Brown var þvílíkt almennilegur. Hann var eiginlega pabbinn í hópnum. Hann var góður við alla og hélt utan um ungu strákana. Berbatov var meira út af fyrir sig. Hann sat einn og borðaði einn og var fremst í flugvélunum. Maður á alveg sögur af þessum köllum en þær eru kannski ekki þannig að maður segir þær með myndavél fyrir framan sig.“Guðjón með Wes Brown og Dimitar Berbatov á leið í leik.einkasafnBerbatov fór í fýlu Dimitar Berbatov var ekki alveg jafnkátur með allt saman eins og Guðjón, en hann var fljótur heim fyrir lokaleikinn þar sem hann átti að byrja á varamannabekknum. Þegar í loftið var komið setti hann mynd af sér á Instagram og drullaði yfir þjálfunaraðferðir David James í færslunni. „Æfingarnar voru mjög flottar og allt í kringum liðið mjög flott hjá Hemma og David. Leikmennirnir töluðu um það sjálfir að þjálfunaraðferðir þeirra voru miklu betri en hjá fyrri þjálfara. Það sást alveg á spilamennsku liðsins og úrslitunum,“ segir Guðjón, en hvað gerðist á milli Berbatov og James? „Það kom upp eitthvað atvik í lokaleiknum þar sem Berbatov var settur á bekkinn. Eitthvað gerðist þar og hann fór bara heim, greinilega í smá fýlu. Meira svo sem veit ég ekki. Þetta var mjög ófagmannlegt hjá honum fannst mér, að bíða þar til hann var kominn upp í flugvél til að senda þessi skilaboð,“ segir Guðjón.Guðjón á góðri stundu með Brown og Berbatov.EinkasafnErfitt að fara út Garðbæingurinn reyndi eins og hann gat að skoða umhverfið og kynnast Indlandi betur en það reyndist leikmönnum þrautinni þyngri að fara út úr húsi. „Eftir á að hyggja hefði ég viljað gera meira af því að skoða landið. Maður hafði ekkert rosalega mikinn tíma vegna þess að það var æfing á morgnanna og aftur eftir hádegi. Maður var svolítið þreyttur. Þetta var svolítið eins og að vera í fimm vikna æfingaferð. En, þegar að maður fékk kannski tveggja daga frí þá fór maður á ströndina eða gerði eitthvað skemmtilegt,“ segir Guðjón. „Það er svo annað í þessu. Maður lítur öðruvísi út en allir aðrir og er því rosalega auðþekkjanlegur. Ef maður fer út er maður eltur. Það hrúgast að þér fólk sem vill fá myndir og áritanir. Við máttum ekkert fara út.“ „Það er öryggisvörður frá deildinni sem fylgir hverju liði. Það þurfti að láta hann vita hvert maður var að fara og hvenær maður myndi koma til baka og staðfesta það. Maður var því ekkert mikið að fara í einhver ferðalög. Ég fór einu sinni á ströndina og ég held að helmingur fólksins þar hafi elt okkur allan tímann og beðið um fötin okkar og fleira. Þeir voru rosalega almennilegir en það var bögg að fara út,“ segir Guðjón.Stuðningsmenn fylgdu rútunni eftir í alla heimaleiki og fylltu göturnar.einkasafnMun sakna fólksins Á meðan Íslendingar voru að berjast við vetrarkuldann hér á landi var hitinn og rakinn svo mikill syðst á Indlandi þar sem Kerala-liðið er staðsett í borginni Kochi að Guðjón gat ekki náð andanum fyrstu vikurnar á æfingum „Það var svo rosalegur munur á því að spila þarna út af hitanum og rakanum. Maður er vanur því að stoppa kannski eftir einhverja spretti og ná andanum en þarna kom ekki sú tilfinning. Ég náði ekki að fylla lungun til að byrja með,“ segir hann. „Það tók tvær til þrjár vikur hreinlega að komast í gegnum æfingarnar án þess að hníga hreinlega niður. Það leið yfir einn í liðinu á æfingu vegna hita. Ég er í betra standi en ég fór út í. Það er klárt mál. Indverska deildin og sú íslenska passa vel saman þannig ef öðrum íslenskum strákum býðst þetta mæli ég með því,“ segir Guðjón, sem þarf nú að stilla sig aftur inn á íslenska undirbúningstímabilið og leiki í Lengjubikarnum. „Ég leit á þetta sem ævintýri sem myndi standa yfir í smá tíma en maður er alltaf með hugann við sitt lið. Maður fer bara beint á æfingu hjá Stjörnunni og dettur í gírinn þar. Þetta var vissulega upplifun og draumur allra leikmanna að spila fyrir framan 40.000 öskrandi stuðningsmenn. Maður finnur ekki betri stemningu og hennar mun ég sakna alveg klárlega þegar að maður fer að spila í Lengjubikarnum,“ segir Guðjón Baldvinsson Allt viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira