Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2018 22:00 Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpuvík er oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi, enda lokast vegurinn vikum saman á veturna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Valsson dýralæknir var búinn að reka verslunina í tæpt ár en tilkynnti íbúum í síðustu viku að henni yrði lokað. „Það er enn eitt áfallið,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Að vísu er þetta ekkert komið mikið í hámæli en ég er samt búin að fá fyrirspurn um búðina. Þannig að við erum nú ekki alveg heillum horfin.“Frá Norðurfirði á Ströndum. Verslunin er ofan hafnarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Síðustu daga hafa vörur verið seldar með allt að 50 prósenta afslætti. „Það er náttúrlega orðið svo fátt fólk hérna að það er ekki hægt að setja á stofn nýtt fyrirtæki til að þjóna þessu, eins og með verslun. Það er bara sannleikurinn í því,“ segir Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti og kaupfélagsstjóri í yfir þrjátíu ár. Í Árneshreppi er staðan þó erfiðari en hjá flestum öðrum því úr Norðurfirði eru um eitthundrað kílómetrar í næstu verslun, á Drangsnesi eða Hólmavík. Þá er vegurinn svo slæmur að Vegagerðin heldur ekki uppi snjómokstri yfir háveturinn.En hvernig verður þá með aðdrætti fyrir íbúana í vetur að sækja sér matvörur? „Einhverntímann fóru menn gangandi yfir fjöll,“ svarar Gunnsteinn kíminn. „Ég held að það takist í sjálfu sér. Það er flogið á veturna og opið í Hólmavík. En þetta er bara slæm staða,“ segir Gunnsteinn. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur í bréfi til íbúa meðal annars viðrað þann möguleika að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. Úr versluninni í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það eru önnur sveitarfélög sem hafa lent í sama barningi eins og við, að hafa ekki opna búð. Það er bara mjög óásættanlegt fyrir öll samfélög að hafa ekki búð. Þannig að fólk hefur verið að nota ýmsar aðferðir. Það er eitthvað sem við þurfum líka að kynna okkur og vita hvað hefur virkað hjá þeim, til þess að við þurfum ekki að vera að finna upp hjólið. Og við ætlum bara að gera það núna í rólegheitum. Vonandi tekst okkur bara að panta vörur á meðan. Það er enginn vandi í sjálfu sér, sko,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Neytendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi, enda lokast vegurinn vikum saman á veturna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Valsson dýralæknir var búinn að reka verslunina í tæpt ár en tilkynnti íbúum í síðustu viku að henni yrði lokað. „Það er enn eitt áfallið,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Að vísu er þetta ekkert komið mikið í hámæli en ég er samt búin að fá fyrirspurn um búðina. Þannig að við erum nú ekki alveg heillum horfin.“Frá Norðurfirði á Ströndum. Verslunin er ofan hafnarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Síðustu daga hafa vörur verið seldar með allt að 50 prósenta afslætti. „Það er náttúrlega orðið svo fátt fólk hérna að það er ekki hægt að setja á stofn nýtt fyrirtæki til að þjóna þessu, eins og með verslun. Það er bara sannleikurinn í því,“ segir Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti og kaupfélagsstjóri í yfir þrjátíu ár. Í Árneshreppi er staðan þó erfiðari en hjá flestum öðrum því úr Norðurfirði eru um eitthundrað kílómetrar í næstu verslun, á Drangsnesi eða Hólmavík. Þá er vegurinn svo slæmur að Vegagerðin heldur ekki uppi snjómokstri yfir háveturinn.En hvernig verður þá með aðdrætti fyrir íbúana í vetur að sækja sér matvörur? „Einhverntímann fóru menn gangandi yfir fjöll,“ svarar Gunnsteinn kíminn. „Ég held að það takist í sjálfu sér. Það er flogið á veturna og opið í Hólmavík. En þetta er bara slæm staða,“ segir Gunnsteinn. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur í bréfi til íbúa meðal annars viðrað þann möguleika að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. Úr versluninni í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það eru önnur sveitarfélög sem hafa lent í sama barningi eins og við, að hafa ekki opna búð. Það er bara mjög óásættanlegt fyrir öll samfélög að hafa ekki búð. Þannig að fólk hefur verið að nota ýmsar aðferðir. Það er eitthvað sem við þurfum líka að kynna okkur og vita hvað hefur virkað hjá þeim, til þess að við þurfum ekki að vera að finna upp hjólið. Og við ætlum bara að gera það núna í rólegheitum. Vonandi tekst okkur bara að panta vörur á meðan. Það er enginn vandi í sjálfu sér, sko,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Neytendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira