Sport

Tímabilið gæti verið búið hjá Serenu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serena í ofurhetjubúningnum sínum sem síðar var bannaður.
Serena í ofurhetjubúningnum sínum sem síðar var bannaður. vísir/getty
Serena Williams hefur afboðað sig á China Open og svo gæti farið að hún spili ekki meir á þessu tímabili.

Hvorki Serena né Venus ætla að spila á mótinu í Kína sem hefst á morgun.

Nú er talið líklegt að hún vilji draga sig í hlé út tímabilið en mikið hefur verið fjallað um uppákomuna í úrslitaleik US Open er hún reifst við dómarann. Hún hefur fengið nóg af sviðsljósinu í bili.

Hefði Williams unnið úrslitaleik US Open þá hefði hún jafnað met Margaret Court með 23 risatitla. Williams er orðin 37 ára gömul.


Tengdar fréttir

Serena ósátt við játningu þjálfarans

Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu.

Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði

Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams.

Serena hvíslaði fallegum orðum í eyra Osaka

Í öllum látunum í kringum Serenu Williams í úrslitum US Open þá gleymdist eiginlega að hin 20 ára gamla Naomi Osaka vann frábæran sigur á átrúnaðargoði sínu í úrslitaleik mótsins.

Serena Williams breytir tennis

Það hafa fáir fjallað um Naomi Osaka sem lagði átrúnaðargoðið sitt, Serenu Williams, í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis um síðustu helgi. Williams hefur nefnilega bein í nefinu og munninn svo sannarlega fyrir neðan n




Fleiri fréttir

Sjá meira


×