Tiger Woods er snúinn aftur með sínum áttugasta sigri á PGA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. september 2018 22:19 Tiger Woods fagnar innilega eftir sigurinn Vísir/Getty Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni. Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í. Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni. Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar. Golf Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni. Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í. Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni. Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar.
Golf Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira