Fótbolti

Karembeu kemur með HM-bikarinn til Íslands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karembeu með bikarinn góða.
Karembeu með bikarinn góða.
Það styttist í að hinn eini sanni HM-bikar komi til Íslands en það verður fyrrum landsliðsmaður Frakklands, Christian Karembeu, sem kemur með bikarinn.

Sá franski þekkir það vel að lyfta bikarnum fræga enda var hann í liði Frakka sem vann HM árið 1998. Hann var einnig í franska liðinu sem vann EM tveimur árum seinna.

Bikarinn frægi er á ferð og flugi um heiminn þessar vikurnar og kemur við í 91 borg í 51 landi.

Bikarinn kemur hingað til lands þann 23. mars og verður til sýnis í Smáralindinni í tvo daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×