Erlent

Meira en þúsund börn dáið eða særst í Sýrlandi á árinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að barni í Austur-Ghouta eftir að það lenti í því sem tlaið er vera efnavopnaárás Sýrlandsher.
Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að barni í Austur-Ghouta eftir að það lenti í því sem tlaið er vera efnavopnaárás Sýrlandsher. vísir/getty
Meira en þúsund börn hafa látið lífið eða særst í hinu stríðshrjáða Sýrlandi það sem af er ári, samkvæmt tölum frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Alls létu 342 börn lífið og 803 börn særðust á fyrstu tveimur mánuðum ársins, að því er fram kemur í frétt CNN um málið.

Þessar tölur koma frá UNICEF á sama tíma og Sýrlandsher varpar sprengjum á Austur-Ghouta, skammt frá höfuðborginni Damaskus, en svæðið hefur verið á valdi uppreisnarmanna.

Sýrlandsstjórn reynir nu að ná völdum á svæðinu, bæði með loftárásum og hernaði á jörðu niðri, og hafa stjórnarliðar nú tekið rúmlega þriðjung svæðisins. Talið er að um 800 manns hafi fallið í átökunum í Austur-Ghouta frá því að Sýrlandsher setti aukinn þunga í sókn sína í síðasta mánuði. Þá er áætlað að meira en 2000 manns hafi særst í átökunum.


Tengdar fréttir

Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín

Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi.

Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt

Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×